Sumir jöklar í Asíu að stækka

Snjóflóð eru algeng í fjöllum á Karakoram-fjallgarðinum.
Snjóflóð eru algeng í fjöllum á Karakoram-fjallgarðinum. Reuters

Sumir jöklar í Karakoram-fjallgarðinum í Asíu eru að stækka en ekki minnka. Þetta er niðurstaða franskra vísindamanna sem rannsakað hafa jöklana.

Karakoram-fjallgarðurinn er vestur af Himalaya-fjallagarðinum. Rannsóknir sýna að jöklar í Himalaya eru að minnka og raunar benda rannsóknir til að þeir kunni að vera horfnir að mestu árið 2035.

Mælingar frönsku vísindamannanna benda til þess að jöklar í Karakoram séu að þykkna. Þeir segjast ekki treysta sér til að benda á trúverðuga skýringu á þessu.

Litlar rannsóknir hafa verið gerðir á jöklum á þessu svæði, en jöklarnir eru vatnsforðabúr fyrir yfir einn milljarð manna. Mjög erfitt er að komast að hluta þessa svæðis til að gera rannsóknir. Í frétt á BBC segir að samstaða sé um að auka þurfi rannsóknir á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert