Nýr Galaxy kynntur til sögunnar

Samsung Electronics kynnti í gærkvöldi nýja útgáfu af Galaxy snjallsíma sínum, Galaxy S3. Með nýju útgáfunni hyggst fyrirtækið tryggja stöðu sína enn frekar á farsímamarkaði.

Meðal breytinga er ný tækni varðandi raddstýringu og hraðari gagnaflutningur. Meðal annars er auðveldara að horfa á myndskeið í nýja símanum og fljótlegra að senda tölvupóst.

Skjár nýja símans er 22% stærri heldur en á eldri útgáfunni, Galaxy S2, sem hefur notið mikilla vinsælda. Þrátt fyrir stærri skjá er síminn ekki mikið stærri en sá eldri. 

Samsung framleiddi 44,5 milljónir snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 35,1 milljón snjallsíma Apple. Er Samsung nú stærsti farsímaframleiðandinn í heiminum. 

Hagnaður Samsung nam 4,44 milljörðum Bandaríkjadala, 556 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi og er fyrirtækið nú stærsta tæknifyrirtæki heims ef miðað er við tekjur.

J.K. Shin, forstjóri Samsung, segir að stefnt sé að því að selja yfir 200 milljónir snjallsíma í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert