Krabbameinstilfellum mun fjölga um 75%

Krabbameinslyf eru ekki á allra færi í fátækustu ríkjum heims …
Krabbameinslyf eru ekki á allra færi í fátækustu ríkjum heims þar sem flest tilfelli greinast í framtíðinni. mbl.is

Krabbameinstilfellum í heiminum mun fjölga um 75% fyrir árið 2030 vegna breyttra lífshátta, mannfjölgunar og hækkandi lífaldurs fólks.

Alþjóðleg stofnun krabbameinsrannsókna, International Agency for Research on Cancer, í Lyon í Frakklandi, hefur birt rannsókn í vísindatímaritinu Lancet Oncology. Í rannsókninni kemur fram að árið 2008 hafi greinst 12,7 milljónir nýrra krabbameinstilfella í heiminum en að búast megi við að þau verði 22,2 milljónir árið 2030. Flest tilfellanna munu greinast í fátækari ríkjum heims, segir í niðurstöðum rannsóknarinnar, eða um 90% aukningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert