Hvernig má auka lífslíkurnar?

Japanir lifa lengur en annað fólk.
Japanir lifa lengur en annað fólk. YOSHIKAZU TSUNO

Hvað þarft þú, lesandi góður, að gera viljirðu lengja líf þitt? Svarið er einfalt: Flytja til Japan. Þetta ráðleggur alltént breska dagblaðið The Guardian lesendum sínum í grein á dögunum. Af tíu ráðum til að lengja lífið er þetta efst á blaði, að flytja til Japan.

Að sögn blaðsins lifa Japanir lengur en annað fólk og það sem meira er, þeir eru upp til hópa eldhressir alveg fram í andlátið. Japanskar konur verða ekki bara allra kerlinga elstar, heldur halda þær heilsunni lengur en aðrar konur, í 75,5 ár að meðaltali. Japanskir karlar eru sprækir fram yfir sjötíu ára afmælið, meðan breskir karlar geta gert ráð fyrir að tapa heilsunni við 67 ára markið. Raunar kemur fram í greininni að heilsa Breta sé verri en gengur og gerist í flestum öðrum Evrópulöndum og lífslíkurnar minni.

Í greininni er vitnað til orða Kenji Shibuya prófessors í Lancet, þar sem hann segir langlífi og góða heilsu landa sinna snúast um hugarfar. Japanir hugsi almennt vel um sig, borði skynsamlega og fari reglulega í læknisskoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert