Íslenskt mataræði það hollasta í heimi

Fiskur er meinhollur.
Fiskur er meinhollur. mbl.is/ÞÖK

Íslenskt mataræði er það hollasta í heimi ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var í tengslum við þáttinn The World's Best Diet sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Channel 4 á Englandi. Ferskur fiskur, hágæða kjöt og mjólkurvörur eru sagðar ástæður þess að Ísland hafi að bjóða hollasta mataræðið. Fjallað er um þáttinn á fréttavefnum Metro.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á tölfræði um offitu, lífslíkur, áfengisneyslu og fleira. Um þetta er fjallað á vef sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 en þar er einnig tekið fram að með hollu mataræði sé hægt að draga úr líkum á því að fá krabbamein.

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að breskt mataræði er afar óhollt en England lenti í 34. sæti og Ástralía og Bandaríkin voru í enn lægra sæti.

Listinn yfir löndin er ekki endanlegur en honum er ætlað að vekja umræður um hvað hægt sé að læra af matarvenjum annarra landa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka