Skondinn Bandaríkjamaður að nafni Zack Danger Brown vantaði pening til þess að geta keypt sér hráefnið sem þarf til þess að búa til kartöflusalat. Hann ákvað að nota fjöldafjármögnunarsíðuna vinsælu Kickstarter til þess að safna fé, og hefur nú náð að safna um 6,1 milljón króna. Kickstarter er oftast notað af fólki með áhugaverðar hugmyndir að tæknibúnaði sem þarf að þróa, en Brown ákvað hér að beita nýstárlegri aðferð við að seðja hungur sitt.
Upphaflega ætlaði Brown aðeins að safna örfáum dollurum. Eftir að honum tókst að ná takmarki sínu ákvað hann fljótlega að setja markið hærra, og stefndi á að ná að safna 35 dollurum. Söfnunin hélt áfram á ógnarhraða og fljótlega hafði hann ekki undan að fjölga markmiðum. Nú stendur söfnunin í 53.600 dollurum og meðal annars vegna athygli fjölmiðla, sér ekki enn fyrir endann á henni.
Sjá Kickstarter-síðu Browns.