Á þrjá líffræðilega foreldra

Aðferðin sem Alana var getin með er nú bönnuð í …
Aðferðin sem Alana var getin með er nú bönnuð í Bandaríkjunum. AFP

Hún er eins og flestir unglingar: Hefur gaman af tónlist og íþróttum. Þá finnst henni gaman að vera með vinum sínum. En Alana Saarinen er þó ólík okkur hinum að því leyti að hún hefur erfðaefni frá þremur einstaklingum. Hún á sum sé þrjá líffræðilega foreldra.

Í fréttaskýringu BBC um málið segir að Alana sé in af um 30-50 manneskjum í heiminum sem á í raun þrjá líffræðilega foreldra.

Í viðtali við BBC segir Alana að hún líkist móður sinni en hafi þó augun frá föður sínum. „En ég er með erfðaefni frá annarri konu, þriðja aðila. En ég lít ekki á hana sem þriðja foreldri mitt, ég er aðeins með smá af hvatberum hennar (e. mitochondria).“

Alana var getin með nýrri aðferð í Bandaríkjunum sem síðar hefur verið bönnuð. Hins vegar skoða nú bresk stjórnvöld hvort leyfa eigi aðferðina þar í landi.

Sjá ítarlega grein um aðferðina á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert