Heitasti september síðan mælingar hófustmi

Plánetan Jörð.
Plánetan Jörð. Mynd/Wikipedia

Síðasti mánuður var heitasti septembermánuður síðan að mælingar hófust árið 1880. Er þá miðað við meðalhita á jörðinni, bæði yfir landi og sjó.

Bandarísk yfirvöld sögðu frá þessu í dag. Meðalhiti jarðarinnar í september var 15,72 gráður.

„Fyrir utan febrúar, hafa allir mánuðir á þessu ári verið áberandi heitir. Maí, júní, ágúst og september slógu allir hitamet,“ kom fram í yfirlýsingu NOAA sem er sjávar- og lofthjúpsnefnd Bandaríkjanna.

Kom einnig fram að meðalhiti hafi verið yfir meðaltali á flestum stöðum jarðarinnar í september, nema í mið-Rússlandi, sumum svæðum í austur og norður Kanada og á litlu svæði í Namibíu.

Þegar það kom að hitastigi hafsins var meðalhitastig sjávar 0,66 gráðum hærri en meðalhiti sjávar á 20. öld. 

Eins og mbl.is sagði frá var tíðarfar í september hér á landi óvenjuhlýtt. Var hlýj­ast norðan- og aust­an­lands þar sem hiti var víða meir en 2 stig­um ofan meðallags síðustu tíu ára og meir en þrem­ur stig­um ofan meðal­hita 1961 til 1990. 

Rigning í 22 daga af 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert