Var lamaður en gengur á ný

Búlgarskur maður sem var lamaður frá bringu getur gengið á ný eftir að hafa gengist undir byltingarkennda meðferð í Póllandi. Meðferð sem breskir vísindamenn segja meira afrek en þegar maðurinn tók fyrstu skrefin á tunglinu.

Darek Fidyka lamaðist fyrir neðan brjóst eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás árið 2010. Hann getur nú gengið með stuðningi göngugrindar eftir að taugafrumur úr nefi hans voru græddar í mænu hans, að því er fram kemur í tímaritinu Cell Transplantation í dag.

Fidyka segir í viðtali við BBC Panorama-þáttinn að „þegar þú ert lamaður finnurðu ekki fyrir helmingi líkama þíns. Þú ert hjálparvana“.

Hann segir að þegar mátturinn byrji að koma aftur sé það eins og að fæðast á ný. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu,“ segir Fidyka.

Taugafrumur sem mynda hluta lyktarskynsins voru notaðar við ígræðsluna og er þetta talið geta markað tímamót varðandi bæklunarlækningar í heiminum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert