Bjó til byssu í 3D prentara

Með 3D prentara má næstum búa til hvað sem er.
Með 3D prentara má næstum búa til hvað sem er. Mynd/Wikipedia

Karlmaður í Japan varð í gær fyrsti einstaklingurinn til þess að hljóta fangelsisdóm fyrir að hafa búið til byssu með 3D prentara. Hann hlóð niður uppskrift að byssunni í gegnum netið og bjó til alls 5 byssur, þar af tvær nothæfar. 

Yoshitomo Imura, sem er 28 ára gamall, var handtekinn í maí á þessu ári og féll dómur í málinu í gær í héraðinu Yokohama, þar sem ströng lög eru gegn byssueign og framleiðslu. 

Imura var áður starfsmaður við Tækniháskólann í Shonan og á hann að hafa útbúið myndbönd af sér búa til byssurnar og sett þau á Youtube þar sem hann montaði sig af framleiðslunni. 

Sjá frétt Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert