Borgarljós geta spillt heilsunni

Vísindamenn við eðlisfræðideild háskólans í Hong Kong sem hafa rannsakað …
Vísindamenn við eðlisfræðideild háskólans í Hong Kong sem hafa rannsakað áhrif ljósmengunar á fólk. NICOLAS ASFOURI

Borgarljós geta samkvæmt nýjum rannsóknum haft áhrif á líkamlega heilsu okkar og andlega til hins verra. Á það einkum við stórborgir þar sem sterk ljós frá háhýsum, skiltum, götum og verslunum skína allan sólarhringinn.

Það eru vísindamenn við eðlisfræðideild háskólans í Hong Kong sem hafa rannsakað áhrif ljósmengunar á fólk. Flestir þekkja það hve greinilega stjörnurnar sjást þegar komið er út úr þéttbýli en ljósmengun í stórborgunum er þannig að skýin og tunglið sjást stundum varla.

Vísindamenn segja að hreinlega þyrfti að setja ekki aðeins íbúa í háttinn heldur stór svæði borganna og slökkva til dæmis á auglýsingaskiltum.

Ljósmengun getur valdið kvíða, svefntruflunum og framleiðsla líkamans á melatóníni raskast en melatónín er hormón sem leysist úr læðingi þegar kvöldar og melatónínið veldur syfju. Þegar borgarljósin draga úr áhrifum rökkursins er svefnhöfginn lengur að færast yfir. Birtan er því óeðlileg og líkaminn veit ekki hvernig hann á að bregðast við. Samfara kvíða og svefnleysi verður hjartsláttur örari, hugurinn er sístarfandi og hitastig líkamans lækkar ekki eins og eðlilegt er. Þeir sem fara í útilegur ættu að finna hvernig þeir verða fyrr syfjaðir og sofa lengur. Það er sem sagt ekki útiloftið sem gerir þetta að verkum heldur ljósleysið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert