Með bandorm í heilanum í fjögur ár

Ormurinn var um 1 sentímetri að lengd.
Ormurinn var um 1 sentímetri að lengd. Skjáskot af Sky

Sjaldgæft afbrigði af bandormi lifði í heila manns í fjögur ár. Ormurinn var að lokum fjarlægður. Breski læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir að sníkjudýrið hafi farið um 5 sentimetra leið um heila mannsins frá því að það kom sér þar fyrir fyrst.

Ormur var 1 sentimetri að lengd og hefur aldrei áður fundist í Bretlandi. Aðeins er vitað um 300 tilfelli ormsins í heiminum frá árinu 1953.

Ormurinn er kallaður Spirometra erinaceieuropaei og veldur bólgum í líffærum hýsilsins. Einnig veldur hann minnistapi og höfuðverkjum. 

Í frétt Sky um málið segir að talið sé að ormurinn hafi komist í manninn er hann át sýktan vatnakrabba. 

Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir að sjúklingnum heilsist ágætlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert