Facebook lá niðri í 40 mínútur

Svona skilaboð fengu notendur Facebook í nótt.
Svona skilaboð fengu notendur Facebook í nótt. Skjáskot af Facebook

Facebook og Instagram lágu niðri í morgun, líklega í um fjörutíu mínútur. Notendur kvörtuðu sáran - á Twitter.

Talsmaður Facebook segir í samtali við amerísku ABC-fréttastöðina að ekki hafi verið um tölvuárás að ræða. Facebook hafi verið að taka upp ákveðnar breytingar sem hafi haft áhrif á virkni hennar í stuttan tíma.

Á meðan logaði Twitter og notuðu flestir kassamerkið #facebookdown. Á meðan flestir kvörtuðu undan því að Facebook væri niðri létu aðrir sig dreyma um heim án samfélagsmiðilsins.

„Facebook liggur niðri. Raunveruleikinn er á uppleið,“ skrifaði einn Twitter-notandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert