Icelandair leiðir þráðlausu háloftabyltinguna

Farþegavél Icelandair í háloftunum.
Farþegavél Icelandair í háloftunum. mynd/Icelandair

Sífellt fleiri flugfélög bjóða upp á þráðlausa nettengingu um borð í farþegaþotum. Samkvæmt samantekt Routehappy eru 24% líkur á því að þráðlaust net sé í boði í flugvélum á alþjóðavísu, en 66% líkur séu menn staddir í Bandaríkjunum. Fremst í flokki eru skandinavísku flugfélögin Icelandair og Norwegian.

Fjallað er um málið á vef CNN undir yfirskriftinni „Flugfélög sem eru með bestu þráðlausu nettenginguna eru ...“ 

Þar segir að yfir 80% ferða hjá Icelandair og Norwegian bjóði upp á þráðlausa nettengingu (e. Wi-Fi) um borð í vélum félaganna.

Næst á eftir koma flugfélögin Etihad Airways, Singapore Airlines, Lufthansa og Iberia. En á bilinu 40-60% flugferða bjóða upp á slíka tengingu. 

Þá kemur fram að flugfarþegar geri auknar kröfur um netsamband um borð í flugfélögum og að flugfélög hafi brugðist við því með því að fjárfesta í slíkum búnaði. Sífellt fleiri vélar bjóði nú upp á þráðlausa tengingu og þá sé hraðinn að aukast sömuleiðis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert