Nú er komið að netsjónvarpinu

Netflix virðist stækka og stækka.
Netflix virðist stækka og stækka. AFP

Venjuleg sjónvarpsdagskrá hefur átt frábæru gengi að fagna síðustu 50 árin, en nú er komið að netsjónvarpi og að það mun taka yfir hefðbundið sjónvarp á næstu 20 árum. Þetta segir Reed Hasting, forstjóri Netflix, en velgengni fyrirtækisins er gríðarleg, meðan hefðbundnar sjónvarpsstöðvar eiga margar hverjar í vandræðum. Fjallað er um Netflix og samkeppni fyrirtækisins á Business insider.

Netflix hefur á síðustu misserum haldið áfram að vaxa, þótt aðeins sé farið að hægja á stígandanum. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði notendum í Bandaríkjunum til að mynda um 2,3 milljónir sem er talsvert yfir væntingum sérfræðinga. Þá fjölgaði notendum utan Bandaríkjanna um 2,6 milljónir á sama tíma, en það er einnig talsvert yfir væntingum.

Vöxtur fyrirtækisins byggir ekki síst á því að bjóða upp á vinsælar þáttaraðir sem fyrirtækið framleiðir sjálft, að sögn Hastings. Sem dæmi um slíkar þáttaraðir eru House of cards, Orange is the new black, Bloodline og Unbreakable Kimmy Schmidt.

House of cards eru meðal vinsælli þátta í sjónvarpi í …
House of cards eru meðal vinsælli þátta í sjónvarpi í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert