Hundar forðast vont fólk

Voff voff.
Voff voff.

Kvikmyndaframleiðendur hafa fyrir löngu fundið bestu leiðina til að benda áhorfendum á hver er góði kallinn í myndinni: láttu hann hafa hund. 

Nú hafa vísindamenn komist að svipaðri niðurstöðu, því í nýlegri rannsókn kom í ljós að hundar forðast fólk sem er óliðlegt við eigendur þeirra. Rannsóknin sýndi að hundar væri ólíklegir til að þiggja mat frá þeim sem hundsaði eiganda þeirra.

Rannsóknin var framkvæmd þannig að hundurinn fylgdist með eiganda sínum reyna að ná í límbandsrúllu ofan úr gegnsæju íláti. Eigandinn leitaði svo hjálpar hjá leikara sem sat við hliðina á þeim. Í fyrsta kasti hundsaði leikarinn eigandann.

Í seinni tilrauninni hélt leikarinn ílátinu kyrru á meðan hann sótti límbandið ofan í ílátið. Í þriðju tilrauninni var prófað hvað gerðist þegar leikarinn fór án þess að eigandinn hafi beðið hann um hjálp.

Strax og tilrauninni lauk valdi hundurinn frekar mat frá þeim sem hjálpaði eigandanum eða þeim sem ekki var leitað til, en forðaðist að jafnaði þann sem ekki vildi hjálpa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert