Vilja sérstakt loftrými fyrir drón

Drón.
Drón.

Risafyrirtækið Amazon hefur lagt til að ákveðinn hluti lofthelginnar yfir borgum heimsins ætti að vera frátekinn fyrir háhraðadrón sem gætu stýrt sér sjálfir, nánast án aðkomu manna.

Í frétt á vef Guardian segir að smásölurisinn hafi stigið næsta skref til að afhenda viðskiptavinum sínum pakka með drónum á hálftíma með því að útlista enn frekar sýn fyrirtækisins á framtíð fljúgandi vélmenna. Fyrirtækið sér fyrir sér að innan tíu ára muni hundruð þúsunda lítilla dróna - ekki bara á vegum Amazon - þeysast um himininn, og munu að miklu leyti stýra sér sjálfir.

Sérfræðingar fyrirtækisins í þessum málefnum hafa lagt til að 200 fet af lofthelgi í 200 til 400 feta hæð, ætti að vera frátekið fyrir hátæknilega dróna, sem væru búnir fullkomnum samskiptabúnaði og skynjurum og gætu flogið á 60 hnúta hraða eða meira

Fyrirtækið leggur ennfremur til að næstu 100 fet þar fyrir ofan, á bilinu 400 til 500 fet frá jörðu, ættu að vera flugbannssvæði, sem ætti að tryggja að drónar og hefðbundnar flugvélar myndu ekki rekast á, með tilheyrandi hættu fyrir flugvélar, dróna og fólk á jörðu niðri.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert