Villumelding í öryggisskyni

AFP

Villumeldingin „Error 53” hefur verið að gera iP­ho­ne 6 not­endum víða um heim lífið leitt upp á síðkastið. Villan kemur upp eftir upp­færsl­u á nýjasta stýri­kerfi sím­anna, iOS 9, en eingöngu í þeim símum sem gert hefur verið við af óvottuðum aðila. Apple seg­ir að um ör­ygg­is­ráðstöf­un sé að ræða í þágu viðskipta­vina.

Frétt mbl.is: Þúsundir iPhone 6 síma „drepnir“

Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Eplis, kannast ekki við að íslenskir iPhone eigendur hafi fengið þessa villumeldingu. Í frétt breska dagblaðsins Guardian kemur fram að villan komi upp þegar gert hef­ur verið við svo­nefnd­an „Home“-takka sam­an á sím­un­um en hann inni­held­ur fingrafarask­anna.

„Aðilar sem sjá um viðgerðir hér á landi eru með stimpil frá Apple. „Home“ -hnappurinn fylgir skjánum og við sendum því símann út og aðilar frá Apple skipta um skjá,“ segir Bjarni. Fólk hef­ur einnig lent í vand­ræðum vegna síma sem orðið hafa fyr­ir hnjaski en hægt hef­ur verið að nota áfram. Í kjöl­farið verði meðal ann­ars gögn á sím­un­um, til að mynda mynd­ir og mynd­bands­upp­tök­ur, óaðgengi­leg.

Bjarni tekur undir orð forsvarsmanna Apple að um algjöra öryggisráðstöfun sé að ræða. „Þetta er fyrst og fremst öryggisatriði hjá Apple sem vill koma í veg fyrir að þriðji aðili komist yfir persónulegar upplýsingar um viðkomandi.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert