Jarðskjálfti upp á 7,4 stig

Jarðskjálfti sem mældist 7,4 stig að stærð reið yfir suðurhluta Atlantshafsins í morgun. Ekki var gefin út flóðaviðvörun eftir skjálftann en upptök hans voru í 316 km fjarlægð frá tveimur eyjum þar sem Bretar eru með suðurskautsrannsóknarstofur.

Skjálftinn, sem reið yfir klukkan 7:32 að íslenskum tíma, átti upptök aust-suðaustur af afskekktum eyjum –  South Georgia og South Sandwich Islands – sem eru í um það bil þúsund km fjarlægð frá Falklandseyjum.

Tvær rannsóknarstofur British Antarctic Survey eru á eyjunum og starfa 32 vísindamenn þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert