Töfradúkkur virka ekki

mbl.is/Rósa Braga

Verkefni sem miðar að því að koma í veg fyrir þungun unglingsstúlkna virkar ekki sem skyldi, segir í læknaritinu The Lancet. Í verkefninu eru unglingar látnir gæta dúkku og hugsa um hana sem um barn væri að ræða. 

Yfir eitt þúsund unglingsstúlkur sem tóku þátt í „töfradúkku“ (magic dolls) verkefninu í Vestur-Ástralíu voru líklegri til þess að verða þungaðar en stúlkur sem ekki tóku þátt, segir í rannsókn sem kynnt er í The Lancet. 

Dúkkan grætur þegar hún er svöng, þarf að ropa eða þarf á nýrri bleiu að halda. Svipuð verkefni eru í gangi í 89 löndum, þar á meðal á Íslandi.

Stúlkur sem tóku þátt í verkefninu í Ástralíu fengu fræðslu um kynlíf, getnaðarvarnir og kostnaðinn við að eiga barn. Meðal annars voru þær látnar horfa á myndskeið þar sem unglingamæður ræddu um reynslu sína og síðan fengu þær dúkku sem þær þurftu að annast yfir helgi.

Þegar þær urðu tvítugar var haft samband við þær aftur og kannað hver staða þeirra væri. Í ljós kom að 8% stúlknanna höfðu eignast að minnsta kosti eitt barn og 9% þeirra höfðu farið í fóstureyðingu.

Stúlkur sem ekki tóku þátt í verkefninu og fengu fræðslu um hvað fylgir því að vera foreldri voru mun ólíklegri til þess að eignast barn en aðeins 4% þeirra hafði fætt barn og 6% höfðu farið í fóstureyðingu.

Hér á landi nefnist verkefnið „Raun­veru­leika­barnið“ og þykir hafa gefið góða raun.

„Ég held að næturnar verði erfiðastar“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert