Fá að spila EVE Online ókeypis

Frá því EVE Online kom fyrst út árið 2003 hefur …
Frá því EVE Online kom fyrst út árið 2003 hefur leikurinn tekið miklum breytingum. CCP hefur árlega gefið út nýjar útgáfur af leiknum, eða svokallaðar viðbætur (e. expansion), sem innihalda ýmsar nýjungar fyrir spilara leiksins og stækkar leikjaheim hans.

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag að stærsti leikur fyrirtækisins, EVE Online, yrði ókeypis í kjölfar næstu uppfærslu sem send verður út í nóvembermánuði. Með uppfærslunni verður leikmönnum skipt í tvo flokka: svokallaða „Omega-klóna“ og „Alpha-klóna“.

Leikmenn sem nú eru í áskrift færast undir Omega-flokkinn og munu áfram hafa aðgang að öllum hinum gríðarstóra heimi sem EVE býður upp á.

Í Alpha-flokknum fá leikmenn frían aðgang að leiknum en sæta þó vissum takmörkunum hvað varðar til dæmis vopn og skip. Þeim mun þá bjóðast að uppfæra sig í Omega-flokkinn vilji þeir óheftan aðgang.

Í umfjöllun The Verge segir að samkvæmt upplýsingum frá CCP hafi ákvörðun um þetta átt sér langan aðdraganda. Þó að EVE Online búi yfir líflegu samfélagi hafi leikmönnum fækkað undanfarin ár, og með þessu hyggist fyrirtækið laða að nýja leikmenn sem og þá eldri leikmenn sem misst hafi áhugann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert