Fundu risavaxið risaeðlufótspor

Maður liggur við hlið sporsins sem fannst. Útlínur þess hafa …
Maður liggur við hlið sporsins sem fannst. Útlínur þess hafa verið teiknaðar á myndina. Fyrir neðan má sjá graseðluna sem á sporið og mann til að sjá samanburð á stærð. Mynd/Háskólinn í Queensland

Stærsta fótspor risaeðlu sem hingað til hefur uppgötvast í norðvesturhluta Ástralíu nýverið. Sporið er um 1,75 metrar að lengd. Risaeðlan sem það skildi eftir sig var graseðla (e. sauropod) og var ein af stóru jurtaætunum. 

Þetta kemur fram í nýrri vísindarannsókn Háskólans í Queensland. Aðalhöfundur hennar segir að fundurinn sé einstakur. „Það er ekkert annað sem kemst í hálfkvisti við þetta,“ segir Steve Salisbury, prófessor, og á þá við lengd fótsporsins.

Fótsporið er aðeins eitt af því sem vísindamennirnir fundu í rannsóknum sínum á svæðinu sem þeir kalla nú júragarð Ástralíu (e. Jurassic Park). Það rannst 21 spor úr ólíkum risaeðlum en á svæðinu er að finna grjót sem er allt að 140 milljón ára gamalt.

Hópurinn hefur stundað rannsóknir á Dampierskaga í fimm ár. 

Frétt CNN um fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert