Hefur lést um 323 kíló

Eman Abd El Aty, fyrir aðgerðina en hún hefur nú …
Eman Abd El Aty, fyrir aðgerðina en hún hefur nú misst 323 kíló, að sögn lækna hennar. AFP

Egypsk kona, sem var tal­in vera þyngsta kona heims, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi á Indlandi þar sem hún gekkst undir magaminnkunnaraðgerð. Hún vó 500 kíló og er nú 176 kíló og hefur misst 323 kíló. 

Konunni, Eman Abd El Aty, er nú flogið til Abu Dabi þar sem hún gengur undir frekari læknisaðgerðir. Henni fylgja, læknar, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar.  

Áður en hún fór í aðgerðina var hún á fljótandi fæði svo læknar gátu framkvæmt aðgerðina. Magaminnkunaraðgerðir í Indlandi eru algengar því offita er vaxandi vandamál þar í landi sérstaklega á landsbyggðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert