Miðar betur en áður var talið

Mengandi útblástur frá kínverskum iðnaði er ekki eins mikill og …
Mengandi útblástur frá kínverskum iðnaði er ekki eins mikill og fyrri spár gerðu ráð fyrir. AFP

Samkvæmt nýrri skýrslu um loftslagsbreytingar kemur fram að magn CO2 eða kolefnis sem hægt er að losa án þess að hitastig jarðar hækki um 1,5°C sé meira en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt þessum niðurstöðum miðar okkur betur en áður var talið að uppfylla skilmála Parísarsamkomulagsins. Eitt af þeim markmiðum var að minnka losun kolefnis til að koma í veg fyrir að hitastig á jörðu hækki um 1,5°C. BBC greinir frá. 

Þetta þýðir að meiri tími er til stefna til að koma í veg fyrir að verstu og stærstu áhrif loftslagsbreytinga verði að veruleika. Þessi nýja rannsókn birtist í tímaritinu Nature Geoscience og er byggð á útreikningum á spám tölvulíkana. Í frétt BBC kemur fram að slíkir útreikningar geti verið umdeildir.   

Í frétt BBC og einnig í Washington Post um þessa rannsókn er slegnir varnaglar. Í frétt BBC er bent á að sérfræðingar eru ekki á einu máli um hversu mikið magn kolefnis hægt sé að losa svo það hafi áhrif á hækkun hitastigs. 

Michael Grubb, prófessor í orku- og loftslagsbreytingum við University College í Lundúnum, og einn af höfundum rannsóknarinnar segir í frétt Times að fyrri spár hans hafi ekki verið réttar. Á fundinum í París í desember árið 2015 sagði hann: „Allar þær sannanir sem ég hef viðað að mér á síðustu 15 árum leiða að þeirri niðurstöðu að það er ekki hægt að ná því markmiðið að koma í veg fyrir að hitastigið hækki um 1,5°C.

Grubb sagði í viðtali við Times að hann hafi skipt um skoðun um leið og staðreyndirnar breyttust. Hann tók samt fram að hann væri hins vegar enn skeptískur á að við myndum ná þessu markmiði á stuttum tíma, hins vegar erum við á mun betri stað en hann taldi upphaflega. 

Samkvæmt tölvuútreikningum hefur hitastigið hækkað um 0,9°C frá iðnaðarbyltingunni hins vegar hefur hitastig jarðar hækkað minna á 15 ára tímabili frá árunum 2000 – 2014 en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Times. 

Frétt BBC

Frétt Times

Frétt Washington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert