Tæknin hefur tekið yfir samfélagið

Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var,“ segir dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Sunnudagsblaðið.

Hann segir tæknilausnirnar saklausar einar og sér en þegar þær safnist saman hafi það áhrif því þá kvarnist úr félagslegum tengslum okkar við aðra. „Hver getur til dæmis andmælt því að samfélagsmiðlar hafi tekið yfir líf okkar? Það er engin tilviljun að sjö af tíu verðmætustu fyrirtækjum heims starfi á vettvangi tækni og fjölmiðlunar – og þau stjórna lífi okkar að miklu meira leyti en flest okkar gera sér grein fyrir. Í stað þess að hittast og koma saman eigum við samskipti á netinu. Og það sem verra er; þessi samskipti eru á forsendum stórfyrirtækjanna, sem vilja að við tölum saman á netinu þannig að þau geti fylgst með hegðun okkar og grætt meira á okkur. Það kostar að eiga samskipti í gegnum tæknimiðlana.“

Lesa má meira um málið í Sunnudagsblað Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert