Fimmtudaginn 10. apríl, í Háskólabíói

How Cool Brands Stay HOT

Branding to Generation Y & the Future of Social Media - Ráðstefnan

Ekki missa af einum stærsta auglýsinga- og markaðsviðburði síðari ára á Íslandi. Einstakt tækifæri til að öðlast djúpa þekkingu á mikilvægustu auglýsingakynslóð allra tíma. Ysland í samstarfi við Coca Cola & Íslandsbanka ásamt Ímark og MBA í Háskóla Íslands standa fyrir einstökum markaðsviðburði fimmtudaginn 10. apríl í Háskólabíói.

KAUPA MIÐA

Kynslóð Y (13-29 ára) er eftirsóttasta og mikilvægasta auglýsingakynslóð allra tíma en jafnframt sú gagnrýnasta á auglýsingar. Kynslóð Y hefur gríðarleg áhrif á samfélagið og viðskipti og er þrisvar sinnum stærri en Kynslóð X sem á undan henni kom. En hvað drífur Kynslóð Y áfram og hvernig þróar þú þína nálgun í markaðssetningu til að ná til þessarar mikilvægu kynslóðar?

DAGSKRÁ
11:30 - Húsið opnar. Hádegisverður frá Lemon (innifalið í verði)
12:30 - Ráðstefna sett
12:45 - Oliver Luckett: The Future of Social Media
13:30 - Joeri Van den Bergh & Mattias Behrer - How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y
15:00 - Hlé
15:15 - Joeri Van den Bergh & Mattias Behrer - mikilvægastu eiginleikar CRUSH módelsins
16:15 - Svölustu vörumerkin á Íslandi. MMR könnun á Kynslóð Y hér á landi - niðurstöður kynntar
17:00 - Lok ráðstefnu - veitingar í boði í anddyri Háskólabíós  

Miðaverð: 34.900kr
#howcooliceland               @howcooliceland            facebook.com/howcooliceland 

How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y fyrirlesturinn hjá Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer sýnir þér hvað drífur Kynslóð Y áfram og hvernig þú nærð til þeirra. Fyrirlesturinn er byggður á glænýjum upplýsingum úr fimm ára rannsóknum og gefur þér innsýn í neytenda sálfræði hópsins og hegðun “Aldamótaranna”. Fyrirlesturinn hjálpar þér að tengja við þessa kynslóð neytenda með því að skilja hvað þau vilja og vilja ekki, og hvernig þú getur látið auglýsingar og markaðssetningu á þínu vörumerki skipta þau máli.

Meiri upplýsingar á: www.howcoolbrandsstayhot.com

Meiri upplýsingar á: www.insites-consulting.com

Lof um bókina

Í árslok 2012 tilkynnti “The American Marketing Association Foundation” (AMAF) að “How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y” væri sigurvegari 2012-Berry-AMA Bókaverðlaunana sem besta markaðsbók ársins. Þessi tilteknu verðlaun viðurkenna vandaðar bækur sem hafa haft gríðarleg áhrif á markaðssetningu og fleira því tengdu með nýstárlegum og frumlegum hugmyndum.

Bókin vann líka “Marketing Book of the Year” verðlaunin 2011. Alþjóðleg dómnefnd skipuð fagfólki tilnefndi hana líka sem eina af 10 bestu bókunum 2011. Eftir það völdu 2153 markaðsstjórar frá 85 löndum “How Cool Brands Stay Hot” sem bestu markaðsbók ársins.

Tilvitnanir

"This book explains brilliantly how you can gain the love of Generation Y. A must-read for all Generation Y marketers and for brand marketers altogether."
- Kevin Roberts, CEO, Saatchi & Saatchi Worldwide.

"We continuously fuel our brands with fresh and creative views. How Cool Brands Stay Hot is a rich source of inspiration for anyone who wants to truly connect with young people."
- Renzo Rosso, Founder and CEO of Diesel and Only The Brave, United Nations MDG Global Leader

Höfundarnir

Joeri Van den Bergh er stofnandi og Kynslóð Y sérfræðingur hjá InSites Consulting, alþjóðlegt “ný kynslóðar” rannsóknarfyrirtæki með skrifstofur í Belgíu, Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Hann hefur gríðarlega reynslu í öllum hliðum vörumerkingar, markaðs-og auglýsingamála til barna, unglinga og ungs fólks. Viðskiptavinir hans eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Lego, Danone, Unilever, Heinz, Vodafone, MTV Networks, SONY, Skype, Heineken og Coca Cola, en hann hefur unnið fyrir þessi fyrirtæki rannsóknir á ungu fólki og verið ráðgjafi á því hvernig skal nálgast þennan mikilvæga hóp. Hann ferðast svo um heiminn og kynnir bækur sínar og skrif um markaðsmál.

Mattias Behrer er framkvæmdastjóri MTV Norður Evrópu & yfirmaður MTV International Property Marketing. Mattias hefur unnið fyrir MTV síðan 2005 en fyrir það vann hann í sjö ár hjá H&M þ.s hann gegndi hinum ýmsu störfum í alþjóðlegu markaðs-og vörumerkja-starfi fyrirtækisins. Mattias hefur líka starfað sem Alþjóðlegur Vörumerkjastjóri fyrir Delaval (TetraLaval Group) og skrifaði bók í Svíþjóð um viðburðastjórnun og “experience economy”.

The Future of Social Media

Hvernig lítur framtíð samfélagsmiðla út? Vald samfélagsmiðla er að breyta markaðsfólki og markaðsmálum á róttækan hátt. Hlustaðu á samfélagsmiðla-snillinginn Oliver Luckett, stofnanda theAudience, einstakt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að umbreyta sýnileika þekktra einstaklinga, tónlistarfólks og vörumerkja í gegnum hina ýmsu samfélagsmiðla. Oliver mun deila með okkur magnaðri sýn sinni, viðamikilli reynslu og spádómum, sem og frábærum leiðum sem þú getur nýtt þér í þínu markaðsstarfi á samfélagsmiðlunum.

Oliver Luckett stofnandi og framkvæmdastjóri theAudiencetheAudience er í fararbroddi sem efnismiðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná til stórra aðdáendahópa og ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Með kerfisbundnu greiningarferli nýtir theAudience stærð kerfisins til að viðhalda sífellt traustara sambandi við aðdáendur og auka stöðugt hagnaðarmöguleika. Nú nær theAudience til meira en 800 milljón manns í hverjum mánuði.

Áður en Oliver hleypti theAudience af stokkunum var hann einn stofnenda samfélagsmiðilsins DigiSynd, sem Walt Disney eignaðist síðar. Luckett var annar nýsköpunarstjóra hjá Disney og hafði yfirumsjón með vörumerkjum Disney á samfélagsmiðlum.

Á meðal annarra fyrirtækja sem Luckett hefur stofnað eða verið meðal helstu stjórnenda í eru Revver, Inc., myndskeiðadeilingarþjónusta þar sem hann var einn stofnenda og stýrði kerfisþróun, iBlast, þar sem hann var einn stofnenda og yfirmaður tæknimála, Anschutz Digital Media, þar sem hann stýrði kerfisþróun, ljósleiðaranetið Qwest Communications, þar sem hann var helsti hönnuður IP-þjónustu, og ráðgjafafyrirtækið Revilopark.

Luckett tók líka virkan þátt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2004 með óháðri internetherferð Normans Lear, „Declare Yourself“, þar sem tókst að fá á aðra milljón kjósenda til að skrá sig á kjörskrá í samstarfi við Yahoo!, Google, lAC/InterActiveCorp og Friendster.

KAUPA MIÐA