Greinar sunnudaginn 17. desember 1995

Forsíða

17. desember 1995 | Forsíða | 384 orð

Flókið kerfi talið kommúnistum í hag

RÚSSAR ganga að kjörborðinu í dag í öðrum lýðræðislegu kosningunum, sem haldnar eru frá því Sovétríkin leystust upp. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, en talið er að hið flókna kosningakerfi muni frekar koma Kommúnistaflokknum til góða en frjálslyndum flokkum, sem eru margir og tvístraðir. Meira
17. desember 1995 | Forsíða | 308 orð

Vasaþjófar í vanda

HERT öryggisgæsla í Frakklandi í kjölfar sprengjutilræða í sumar og langvinn verkföll ríkisstarfsmanna hafa nær kippt fótunum undan stétt vasaþjófa og öðrum misindismönnum. Þeir stunda helst iðju sína í troðfullum strætisvögnum og neðanjarðarlestum en eftirlit með almenningssamgöngum var hert til muna eftir að sprengjutilræðin hófust. Meira

Fréttir

17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

30 ára jólakaktus

Í 30 ÁR hefur jólakaktus Jóhanns Friðfinnssonar í Vestmannaeyjum vaxið og dafnað. Kaktusinn er nú orðinn 130 sentimetra hár og svíkst ekki um að springa út á jólaföstunni nú fremur en endranær. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

75 milljóna lífeyrisskuldbinding vegna ASÍ

STARFSMENN Alþýðusambands Íslands áttu aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá 1950 til 1990 og nemur áætluð lífeyrisskuldbinding sjóðsins rúmum 75 milljónum vegna þessa. Einnig eiga starfsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Kennarasambandsins aðild að sjóðnum. Alls er um að ræða 107 starfsmenn þessara sambanda. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Bogomil Font með tónleika BOGOMIL Font heldur tónleika á Óðali, í kvöld,

BOGOMIL Font heldur tónleika á Óðali, í kvöld, sunnudag. Hann syngur lög Frank Sinatra og Kurt Weill. Á Sólon Íslandus verður Bogomil mánudagskvöldið 18. desember og flytur þar lög af plötu sinni Út og suður. Bogomil heldur síðan tónleika á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 21. desember. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Borga 5,2 milljónir fyrir tilboðin

ÁTTA fyrirtæki skiluðu tilboðum í tollkvóta á innfluttum osti. Heimilaður var innflutningur á 57 tonnum á lágmarkstollum. Meðaltal tilboða í innflutning á osti til almennra nota var 98 krónur á kíló. Tekjur ríkissjóðs af tilboðunum eru um 5,2 milljónir króna. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Eftirvænting

BÖRN um allt land bíða jólanna með tilheyrandi tilhlökkun væntingu og þar eru börnin í barnaskólanum á Seyðisfirði engin undantekning. Nú í svartasta skammdeginu nær sólin ekki að skína á Seyðfirðinga frekar en ýmsa aðra landsmenn en eftirvæntingafull og glaðvær andlit barnanna lýsa hins vegar upp tilveruna í staðainn. Meira
17. desember 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Ekkert samkomulag

VIÐRÆÐUM Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, og Bills Clintons forseta um fjárlög næsta árs var slitið aðfaranótt laugardagsins. Clinton var ómyrkur í máli í sjónvarpsávarpi og sagði repúblikana fresta greiðslum til stjórnkerfisins til að styrkja samningsstöðu sína í viðræðunum. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 422 orð

Ekki kostnaður af meirihluta bótaskyldra slysa

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist ekki fá betur séð en að meira en helmingur af öllum tjónakostnaði sem fram komi í umsögn Sambands íslenskra tryggingafélaga um breytingartillögur við skaðabótalögin verði aldrei að neinum tjónum. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Féll af þaki

MAÐUR sem var að vinna við sjónvarpsloftnet á þaki Listhússins við Engjateig meiddist þegar hann féll til jarðar skömmu fyrir hádegi á föstudag. Að sögn lögreglu voru meiðsl mannsins ekki talin alvarleg. Talið er að hann hafi fallið af þakinu ofan á þak viðbyggingar og þaðan um 4 metra til jarðar. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 815 orð

Finnst kerfið reyna að þegja málið í hel

Fer formlega fram á greiðslu vegna tannviðgerða barna sinna Finnst kerfið reyna að þegja málið í hel "ÞÓTT ALLIR virðist boðnir og búnir til að tala við fjölmiðla hefur enginn haft samband við mig til að leysa málið. Mér finnst eins og kerfið sé að reyna að þegja mál mitt í hel," segir Jóna Möller. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Hraunborg veitir styrki

KIWANISKLÚBBURINN Hraunborg í Hafnarfirði varð 10 ára 27. nóvember sl. Í tilefni afmælisins ákvað klúbburinn að veita eftirfarandi styrki: 1. Íþróttafélagið Fjörður kr. 420.000 til kaupa á íþróttagöllum. Íþróttafélagið Fjörður er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Virkir iðkendur eru 50. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Jólablað Lesbókar

LESBÓK Morgunblaðsins kom ekki út um þessa helgi, en jólablað Lesbókar verður borið út á morgun. Það verður fjölbreytt og vandað, 48 síður, og eins og verið hefur í áratugi verða verðlaunakrossgátan og verðlaunamyndagátan á sínum stað. Forsíðumyndin er af kirkjunni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í tilefni umfjöllunar um kirkjur Rögnvaldar Ólafssonar. Í Jólalesbókinni verður m.a. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Jólagleði í Kirkjulundi

SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra á Reykjanesi stendur fyrir árlegri jólagleði mánudaginn 18. desember. Dagskráin hefst kl. 18 og stendur til kl. 21. Gleðin verður haldin í safnaðarheimilinu Kirkjulundi í Garðabæ. Til jólagleðinnar er boðið öllum fötluðum þjónustuþegum og aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki, börnum þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Jólalandi tekinn í Hveragerði

LÖGREGLAN á Selfossi handtók tvo menn á þrítugsaldri í íbúðarhúsi í Hveragerði á föstudagskvöld fyrir landabrugg. Þeir hafa gengist við sök sinni en neita að hafa ætlað að selja framleiðsluna. Ábendingar höfðu borist um þennan heimilisiðnað, og segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður á Selfossi, að starfsemin hafi verið illa lyktandi og viðvaningsbragur á, Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Kópur GK landaði 82 tonnum

TÍU línubátar hafa landað samtals um 400 tonnum á Fáskrúðsfirði frá því á sunnudaginn og er meginuppistaðan í aflanum stór og vænn þorskur. Kópur GK 175 hefur landað tvisvar síðan á sunnudag, samtals 125 tonnum en í gær landaði hann 82. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 384 orð

Líkur á lægra orkuverði til almennings

BÚIST er við að Alþingi lögfesti á mánudag samning íslenzka ríkisins við Alusuisse-Lonza um stækkun álvers Íslenzka álfélagsins í Straumsvík en önnur umræða um málið fór fram á þingi í gær. Á næstu dögum mun liggja fyrir hvort bandaríska álfyrirtækið Columbia reisir álver á Grundartanga. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Líkur á rauðum jólum sunnanlands

LÍKUR eru á rauðum jólum sunnanlands samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Langtímaspá sem gefin hefur verið út nær fram á föstudag og er samkvæmt henni gert ráð fyrir að hæð verði yfir Grænlandi með kaldri norðanátt og éljagangi fyrir norðan, en úrkomulaust verði sunnanlands. Í gær var ekki talið útlit fyrir að breytingar yrðu á þessu um jólin. Háflóð á aðfangadag Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Mistök við fjárlagagerð

Í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið er gert ráð fyrir að aðstoð Íslendinga við Palestínumenn á sjálfstjórnarsvæðum þeirra í Gaza og á Vesturbakkanum verði 5,4 milljónum lægri en nú er kveðið á um í frumvarpinu. Hér er þó ekki um stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda að ræða, heldur var ofáætlað á þennan lið. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ótroðnar slóðir í Lyon

"ÞETTA gekk mjög vel, söngvurum var vel tekið, en ýmis mótmæli höfð frammi yfir uppfærslunni. Salurinn stóð í stríði milli bravó og bú og leikstjórinn treysti sér ekki upp á svið í sýningarlok." Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng á frumsýningu óvenjulegrar uppfærslu Leðurblökunnar eftir Johann Strauss í Lyon á föstudagskvöld. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 296 orð

Óttast refsiaðgerðir EES-landa

STEFÁN Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, segir að ákvörðun stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að kæra Ísland til EFTA- dómstólsins vegna álagningar og innheimtu vörugjalds, komi ekki á óvart. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Póstbílar í vanda

BÍLVELTA varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardags í Norðurárdal og fór ökutækið af veginum og út í Norðurá, sennilega sökum hálku, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Tveir voru í bifreiðinni og komust þeir í land hjálparlaust með því að vaða. Þeir klöngruðust síðan upp á veginn og tókst að stöðva póstbíl á norðurleið. Meira
17. desember 1995 | Erlendar fréttir | 475 orð

Samið um fruið í Bosníu

SAMKOMULAG um frið í Bosníu var undirritað í París á fimmtudag. Þar með var formlega bundinn endi á tæplega fjögurra ára stríð í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. Það voru forsetar, Serbíu, Króatíu og Bosníu sem undirrituðu sáttmálann. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti þjóðirnar og leiðtoga þeirra til að grípa þetta sögulega tækifæri. "Bregðist ekki börnum ykkar," sagði forsetinn. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Skátar dreifa endurskinsmerkjum

Morgunblaðið/Kristinn BANDALAG íslenskra skáta hefur síðastliðin sex ár staðið fyrir landsátakinu "Látum ljós okkar skína" til að auka öryggi barna í umferðinni, en þegar skyggja tekur og börn eru á ferð er rík ástæða til að hvetja til varúðar. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tankarnir setja svip á bæinn

BÚIÐ er að reisa sex mjöltanka við loðnubræðslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar og þegar er byrjað að setja afurðirnar í þá. Tankarnir eru um 36 m háir og setja mikið svip á Eskifjörð, ekki síst nú í desember því sett hafa verið jólaljós til skreytingar efst á þá. Meira
17. desember 1995 | Erlendar fréttir | 164 orð

Töpuðu Thatcher og Bush Persaflóastríðinu?

MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, telur að færa megi rök fyrir því að hún og George Bush hafi í reynd farið halloka í stríðinu gegn Írökum árið 1991 vegna þess að Saddam Hussein sé enn við völd en þau ekki. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 558 orð

Um 40% bótaskyldra slysa lyktar með örorkubótum

GERA má ráð fyrir að um 40% bótaskyldra slysa í umferðinni að meðaltali lykti með örorkumati og úrskurði um bætur vegna fjárhagslegrar örorku, að sögn Sigmars Ármannssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafélaga. Alls má gera ráð fyrir að 2.300- 2.500 bótaskyld tjón verði í umferðinni árlega. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

UNIFE fundar á Íslandi

STJÓRN UNIFEM á Íslandi efnir til eftirmiðdagsfundar mánudaginn 18. desember nk. milli kl. 16.30­18 á Laufásvegi 12, en þann dag var UNIFEM á Íslandi stofnað ári 1989 og á þeim degi árið 1979 var samþykktur alþjóðasamningur um afnám alls misréttis gagnvart konum, en hann varð að lögum á Íslandi árið 1985. Formaður UNIFEM á Íslandi, Ella B. Bjarnason, setur fundinn. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 426 orð

Útlit fyrir hækkun á búvörum 1. mars

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA beindi þeim tilmælum til sexmannanefndar, sem ákveður verð á búvörum til bænda, að hún frestaði öllum hækkunum sem áttu að koma til framkvæmda 1. desember sl. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var tilefni til 1,25% hækkunar á mjólkurafurðum og 2-3% hækkunar á eggjum og kjúklingum. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 682 orð

Vilja stofna alþjóðlegt fyrirtækjanet

SAMTÖK íslenskra athafnamanna erlendis (International Network of Icelandic Businesses) voru stofnuð af nokkrum íslenskum fyrirtækjaeigendum í Svíþjóð fyrir skömmu. Stofnfélagar eru um þrjátíu talsins og eru flestir þeirra búsettir í Svíþjóð, að sögn Gústafs A. Skúlasonar, formanns samtakanna. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vörður og Fulltrúaráðið verði sameinað

Á AÐALFUNDI Landsmálafélagsins Varðar var samþykkt tillaga um að sameina Vörð og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir að sameina á einn stað funda- og ráðstefnuhald og annað félagsstarf Varðar og kosninga- og skipulagsstarf Fulltrúaráðsins. Meira
17. desember 1995 | Innlendar fréttir | 460 orð

(fyrirsögn vantar)

HAGNAÐUR Íslenzka álfélagsins á þessu ári er talinn munu verða um 400 milljónir króna eftir skatta. Tekjur álversins eru hærri en í fyrra og söluverð að jafnaði 3% hærra. GÍFURLEG þorskgengd hefur verið fyrir Vestfjörðum og algengt að togarar fái upp í tvö tonn á mínútu í trollið. Meira

Ritstjórnargreinar

17. desember 1995 | Leiðarar | 2030 orð

REYKJAVIKURBREF MÁNUDAGINN, 18.desember, verður Sigurður Bjarna

MÁNUDAGINN, 18.desember, verður Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður, sendiherra og ritstjóri Morgunblaðsins áttræður. Þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá því að Sigurður frá Vigur lét af störfum á Morgunblaðinu hefur hann alltaf haldið sterkum tengslum við sitt gamla blað og ósjaldan látið orð falla um, að af þeim þremur vinnustöðum, Meira
17. desember 1995 | Leiðarar | 808 orð

SJÚKRAHÚS OG SPARNAÐUR

LEIÐARI SJÚKRAHÚS OG SPARNAÐUR IÐLEITNI STJÓRNVALDAtil þess að koma böndum á kostnað við heilbrigðisþjónustuna hefur kostað mikil átök í allmörg undanfarin ár. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Alls staðar á Vesturlöndum er það sama að gerast. Meira

Menning

17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 63 orð

Angela hress sem ávallt

ANGELA Lansbury, sem sjónvarpsáhorfendur kannast eflaust við úr þáttunum Morðgáta, eða "Murder, She Wrote", er orðin sjötíu ára gömul. Hún er í hörkuformi þessa dagana og var heiðruð af Walt Disney-fyrirtækinu þegar hún var stödd í Kaliforníu fyrir skömmu. Angela, sem gekkst undir mjaðmarliðaaðgerð í fyrra, dvaldi með eiginmanni sínum í fjallakofa þeirra hjóna í Cork- sýslu í sumar. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 34 orð

Á fund tískunnar

PATRICK Muldoon leikur tískuhönnuð í þáttunum "Melrose Place". Það var því við hæfi að hann fylgdi Tori Spelling, sem leikur í þáttunum "Beverly Hills 90210" til Divine Design-tískuhátíðarinnar í Los Angeles. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 484 orð

Ágæt kynning á góðri hljómsveit

Geisladiskur Agga Slæ og Tamlasveitarinnar. Flytjendur: Ásgeir Óskarsson trommur, Björn Thoroddsen gítar, Egill Ólafsson söngur, Eiríkur Örn Pálsson trompet, flugelhorn, Gunnar Hrafnsson bassa, Jónas Þórir píanó, hljóðgervill, orgel, Stefán S. Stefánsson saxófónn. Hljóðupptaka: Óskar Páll Sveinsson og Tómas M. Tómasson. Skífan gefur út. 42:25 mín. Verð 1.999 krónur. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 38 orð

Brosað framan í ljósmyndarana

LEIKKONAN Anette Bening segist vera vel gift. Maður hennar er leikarinn Warren Beatty. Hér sjást þau mæta til Evrópufrumsýningar myndarinnar "The American President" í London nýlega, en allur ágóði af sýningunni rann til góðgerðarmála. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Feðgar í jólaskapi

JAMES McDaniel, sem leikur í sjónvarpsþáttunum "NYPD Blue", er greinilega ánægður með sonu sína tvo. Hérna sést hann í fylgd þeirra við 64. árlegu Hollywood-jólagönguna í Los Angeles nýlega. Sá yngri heitir Evan og er fjögurra ára, en sá eldri heitir Dorian og er 8 ára. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 33 orð

Fyrirsæta og hönnuður

Fyrirsæta og hönnuður ELLE Macpherson fylgdi tískuhönnuðinum Valentino til samkomu sem haldin var í New York fyrir skömmu. Þau eru afar góðir vinir og til marks um það fögnuðu þau síðustu áramótum saman. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 74 orð

Gallagripir Andrésar

ÚT er komin bókin Gallagripir, ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. "Í bókinni Gallagripir segir frá Ása, sem stendur uppi atvinnulaus eftir að hafa orðið fyrir óhappi á fyrsta klukkutímanum fyrsta daginni í sumarvinnunni. Og hvernig í ósköpunum á hann að útskýra svona klaufaskap fyrir stelpunni sem hann er hrifinn af?" Útgefandi er Iðunn. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Goggi og Grjóni

ÚT er komin bókin Goggi og Grjóni vel í sveit settir eftir Gunnar Helgason. Bókin fjallar um sömu söguhetjur og fyrri bók höfundar, Goggi og Grjóni, og segir í gamansömum stíl frá sveitadvöl þeirra félaga. "Þeir taka sér margt óvænt fyrir hendur og óhætt er að segja að þeir verði reynslunni ríkari," segir í kynningu. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 42 orð

Goldie sýnir sig

LEIKKONAN Goldie Hawn var til sýnis við opnun sýningar í Metropolitan-safninu í New York fyrir skemmstu. Tilgangurinn var að sjálfsögðu að vekja athygli á sýningunni og vafalaust hefur það borið árangur, enda vekur Goldie athygli hvar sem hún er. Meira
17. desember 1995 | Tónlist | 375 orð

Guðni Franzson og Gerrit Schuil leika Brahms og Schumann

Guðni Franzson (klarínett). Gerrit Schuil (píanó). Upptökustjóri: Hreinn Valdimarsson. Útgáfa og dreifing: Japis. JAP 9532-2. "DAG nokkurn í september 1853 stóð tvítugur piltur við dyrnar á heimili Clöru og Roberts Chumann í D¨usseldorf og spurði eftir húsbóndanum. Þetta var Johannes Brahms, kominn alla leið norðan frá Hamborg. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 267 orð

Haldið upp á fullveldisdaginn

1. DES. kaffi Íslendingafélagsins var haldið í Óðinsvéum um síðustu helgi og mættu um 80 manns. Boðið var upp á ljúffengar heimabakaðar kökur og tertur ásamt fleira góðgæti og á meðan fengu börnin að föndra til jólanna. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Hamingjusamur Quinn

ANTHONY gamli Quinn er áttræður og hefur að eigin sögn aldrei verið hamingjusamari. Kærasta hans, Kathy Bevin, sem reyndar er nógu ung til að geta verið barnabarn hans, á von á barni í júlí. Það yrði þrettánda barn Anthonys, en þau eiga eitt barn fyrir, Antoniu, sem er orðin tveggja ára. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Harmónikuljóð

HARMÓNIKULJÓÐ frá blýósen heitir ný ljóðabók eftir Sigurlaug Elíasson. Bókin skiptist í fjóra kafla þar sem atvikum er fylgt í eitt ár, frá hausti fram á næsta haust. Þetta er fimmta ljóðabók höfundar, næsta bók á undan, Jaspís kom út árið 1990. Bókin er saumuð kilja, 64 síður. Prentuð í Sást hf. Norðan niður gefur út. Verð 1.580 kr. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 168 orð

H.C. Andersen á fjölunum S

SÖNGLEIKIR um danska ævintýrahöfundinn H.C. Andersen eru nú á fjölunum á tveimur stöðum, í Árósum og í Gladsaxe. Uppfærslurnar eru báðar nýjar af nálinni og engin tengsl þar á milli. Tónlistin skipar veglegan sess í báðum sýningum en tónlistarmaðurinn Sebastian á veg og vanda að sýningunni í Gladsaxe. Um 150 manns taka þátt í sýningunni í Árósum. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Hóf til heiðurs Gunnari

BÆNDASAMTÖK Íslands og samtök hestamanna héldu Gunnari Bjarnasyni fyrrverandi hrossaræktarráðunaut kaffisamsæti síðastliðinn föstudag í tilefni áttræðisafmælis hans sem var 13. þessa mánaðar. Margir fluttu Gunnari árnaðaróskir í bundnu og óbundnu máli og færðu honum gjafir. Í hófinu var Gunnar sæmdur gullmerki Hestaíþróttasambands Íslands. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Jólabarokk

JÓLABAROKK tónleikar verða haldnir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30. Leikin verður frönsk barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri, eftir Marin Marais, Boismortier, Rameau, Philidor, Hotteterre og Dornel. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Jólatónleikar á Hellu og Heimalandi

DAGANA 19. og 20. desember mun Tónlistarskóli Rangæinga halda sína árlegu jólatónleika og verða þeir haldnir 19. desember í Grunnskólanum á Hellu og 20. desember á Heimalandi og hefjast báða dagana kl. 21. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Kaffileikhúsið fer í jólafrí

NÚ er sýningum í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum lokið fyrir jól og leikhúsið fer í jólafrí þangað til í byrjun janúar. Fyrsta frumsýning eftir áramót verður á "Margföldum einleikjum" í leikstjórn Þórhildar Þórhildar Þorleifsdóttur. Það er Arnar Jónsson leikari sem mun leika tvo einleiki. Meira
17. desember 1995 | Tónlist | 680 orð

Kór á tímamótum

Verk eftir Báru Grímsdóttur, Ingibjörgu Þorbergs, Björgu Björnsdóttur, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns og Mozart. Þuríður G. Sigurðardóttir sópran, Bernadel kvartettinn, Páll Hannesson kontrabassi, Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir, óbó, Agnar Th. Möller og Kári H. Einarsson horn, Jakob Hallgrímsson orgel og Selkórinn. Stjórnandi Jón Karl Einarsson. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Ljósmyndasýning, upplestur og tónlist

Á KAFFIHÚSINU Café Au Lait, Hafnarstræti 11, verða ýmsar uppákomur dagana 18-21 desember; Mánudaginn 18. desember kl. 21, ljósmyndasýning Magnúsar Unnar, Dj. Tommi spilar. Þriðjudaginn 19. desember kl. 22, Andri Snær Magnason og Björgvin Ívar lesa upp úr nýútkomnum ljóðabókum sínum. Miðvikudaginn 20. desember kl. 22, klassískt kvöld og fimmtudaginn 21. desember kl. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 307 orð

Masterspróf í tískuhönnun

NÝLEGA lauk listakonan Dura eða Hildur Inga Björnsdóttir masters-gráðu í tískuhönnum frá hinum virta skóla Domus Academy í Mílanó. Námsárinu lauk með hófi og samsýningu útskriftarnema tískudeildar en skólinn tekur einungis um 20 nemendur inn á ári hverju. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 518 orð

Metropolis

Á MORGUN þann 17. desember klukkan 14.00 verður haldin sýning á þöglu myndinni "Metropolis" eftir Fritz Lang í Háskólabíói við undirleik lifandi tónlistar með tveimur píanóum. "Tveir þýskir tónlistarmenn, sérhæfðir í undirleik við þöglar myndir koma til landsins sérstaklega vegna þessa viðburðar, sem haldinn er í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndanna. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 370 orð

Norsku konungshjónin komu í heimsókn

SÝNING á listmunum Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu stendur um þessar mundir yfir í Nordic Heritage Museum í Seattle. Meðal gesta sem skoðað hafa sýninguna eru norsku konungshjónin, sem nýverið voru á ferð um Bandaríkin og var Sigrúnu í kjölfarið boðið að sitja veislu þeim til heiðurs. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Sniglapóstur

ÚT er komin ljóðabókin Sniglapóstur eftir Birgi Svan Símonarson. Þetta er tólfta ljóðabók Birgis og hefur hún að geyma 28 ljóð. Viðfangsefnin eru fjölbreytt. Í bókinni eru ástarljóð, þjóðfélagsgagnrýni og ljóð um náttúru Íslands. Bókin er gefin út í fáum eintökum og fer ekki í almenna dreifingu. Hún mun hins vegar fást í stærstu bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu og beint frá höfundi. Meira
17. desember 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Sólstrandagæjar, Súkkat og Zebra í Leikhúskjallaranum

TÓNLEIKAR þriggja hljómsveita verða haldnir í Leikhúskjallaranum þriðjudaginn 19. desember. Fyrst ber að geta Sólstrandagæja, í annan stað dúettinn Súkkat og að síðustu tvíeikið Zebra. Tónleikarnir byrja kl. 23 og eru allir velkomnir. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Stórleikarar leiðast

BARBRA Streisand hefur nóg að gera þessa dagana, þar sem hún er að leikstýra myndinni "The Mirror Has Two Faces". Hún sást þó ásamt góðvini sínum, leikaranum Jon Voight, í New York fyrir skömmu. Hvort þau eru meira en bara góðir vinir er erfitt að segja, en vissulega má álykta sem svo af þessari mynd að þau séu mjög náin. Meira
17. desember 1995 | Fólk í fréttum | 329 orð

Tölvurokk

Zebra, fyrsta breiðskífa samnefnds dúetts sem skipaður er þeim Guðmundi Jónssyni og Jens Hanssyni. Flest lög eftir Guðmund, Jens á eitt og tvö semja þeir saman. Upptaka, útsetningar og hljóðfæraleikur er þeirra félaga. Rymur gefur út, Japís dreifir. 44,44 mín., 1.999 kr. Meira

Umræðan

17. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 490 orð

Áhrifamiklar forvarnir

Áhrifamiklar forvarnir Jóni K. Guðbergssyni: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út bók í fyrra og ber hún heitið "Alcohol Policy and the Public Good". Bókina sömdu 17 þekktustu vísindamenn heims á þessu sviði áfengisrannsókna. Þeir eru ekki á snærum bruggara og áfengissala sem brugðust ókvæða við niðurstöðunum. Meira
17. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 616 orð

Bítlaæðið

ÞEGAR bresku Bítlarnir gáfu út fyrstu breiðskífuna "Please, Please Me" 1963 að þá lagði Evrópu, í fyrstu, við hlustir og líkaði hún vel. Síðan óx þessi "fiskur" og hlóð utan á sig uns hann breiddi sig yfir allan heiminn. Kannski er það rangt að halda því fram, að öll veröldin hafi legið flöt fyrir fjórmenningunum frá Leeverpool. Meira
17. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 972 orð

Dýrmætasta gjöfin er þín ­ ef þú vilt Erni L. Guðmundssyni:

EN vorar þjáningar var það sem hann bar og vor harmkvæli sem hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Meira
17. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Indæla Reykjavík

Indæla Reykjavík Guðrúnu Jacobsen: ÉG ER nýbúin að lesa bók Guðjóns Friðrikssonar, Indæla Reykjavík, sem kemur mér fyrir sjónir, sem nokkurskonar viðbót við bók Páls Líndals og Lúðvíks Hjálmtýssonar um Þingholtin, sem ég hafði ánægju af að lesa í fyrra. Meira
17. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 223 orð

Þakkir

KATRÍN Fjeldsted, læknir og gagnrýnandi Morgunblaðsins, baðst í vikunni velvirðingar á óheppilegum ummælum í ritdómi um bókina Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus. Mig langar að koma á framfæri kæru þakklæti til Katrínar. Með afsökunarbeiðni sinni er hún maður að meiri. Meira

Minningargreinar

17. desember 1995 | Minningargreinar | 541 orð

Alfreð Aðalbjarnarson

Eftir u.þ.b. tveggja vikna legu á sjúkrahúsinu á Norðfirði er Alfreð allur. Hann var búinn að vera veikur í nokkur ár, en hlífði sér hvergi. Hann var bóndi í orðsins bestu merkingu. Aðeins 13 ára gamall missti hann föður sinn. Hann var elstur systkina sinna og fórnaði æsku sinni til þess að hjálpa móður sinni að koma systkinum hans á legg. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 173 orð

ALFREÐ AÐALBJARNARSON

ALFREÐ AÐALBJARNARSON Alfreð Hafsteinn Aðalbjarnarson var fæddur 12. júní 1920. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Neskaupstað 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Una Þóra Jónasdóttir og Aðalbjörn Magnússon, bóndi að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Eftirlifandi systkini Alfreðs eru Jóna Gróa, f. 5.10. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 490 orð

Gísli Ólafsson

Þegar við lítum til æskuáranna bregður myndinni af Gísla Ólafssyni oft og einatt fyrir; hann og pabbi úti á gangi með hendur fyrir aftan bak og lausn lífsgátunnar á vörum, þeir tveir að glíma við talnaþrautir eða velta fyrir sér uppruna orða eða í útgáfustússi, sem átti að bæta heiminn og hressa upp á fjárhag heimilanna, Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 846 orð

Gísli Ólafsson

Um 1930 var Menntaskólinn í Reykjavík enn sex ára skóli og skiptist í 3ja ára gagnfræðadeild og 3ja ára lærdómsdeild. Lærdómsdeildin skiptist í tvær greinar: hina gömlu og grónu máladeild, og stærðfræðideildina sem var aðeins tíu ára gömul. Haustið 1929 kom nýr drengur til okkar sem vorum að hefja nám í þriðja bekk. Hann var ekki hár í loftinu og hvorki hávaðasamur né fyrirferðarmikill. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 652 orð

Gísli Ólafsson

Þó að myrkrið sé svart núna vitum við að vorið kemur. Þá sést að eðli gróðursins er að vaxa og dafna eins og eðli okkar mannfólksins er að gleðjast yfir því einu að vera til. Gísli frændi minn vakti ævinlega þessa gleði með mér, hvort sem hann var að reyna að fá mig til þess sem barn að syngja við píanóundirleik sinn eða benda mér sem unglingi á, að það væri merkilegt að vera manneskja. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Gísli Ólafsson

Vegir okkar Gísla Ólafssonar lágu fyrst saman fyrir þrjátíu árum, þegar samvinna okkar hófst 1965 við útgáfu Árbókar Þjóðsögu, en vinur hans Hafsteinn Guðmundsson, útgefandi, valdi hann sem ritstjóra hennar. Mitt hlutverk var ritstjórn íslenzka kaflans í alþjóðlegri útgáfu árbókar um helztu viðburði líðandi stundar í máli og myndum. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 122 orð

GÍSLI ÓLAFSSON

GÍSLI ÓLAFSSON Gísli Ólafsson fæddist 3. janúar 1912 á Búðum í Fáskrúðsfirði. Hann lést 10. desember í Reykjavík. Foreldrar hans voru Björn Ólafur Gíslason, síðar framkvæmdastjóri í Viðey, og kona hans, Jakobína Davíðsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1933. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Guðmundur Erlendur Guðmundsson

Þegar ég sest niður með penna í hönd til þess að kveðja Mumma, þá bregðast mér orð. Ekkert nema angurværð kemur upp í huga minn. Ég fékk þær fréttir fyrir nokkrum dögum að Mummi skólabróðir minn væri látinn. Ég hitti Mumma síðast fyrir tæpum fjórum árum. Við sátum og töluðum saman langt framundir morgun. Töluðum um stundirnar frá barnaskóla, um okkur sjálf og okkar líf. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 989 orð

Guðmundur Jónsson

Föðurbróðir minn, Guðmundur Jónsson, eða Mundi eins og hann var jafnan kallaður, fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Mýrasýslu 1. jan. 1908. Hann var fjórða barn hjónanna Jóns Þ. Jónssonar og Jófríðar Ásmundsdóttur en börn þeirra urðu alls sextán að tölu. Mundi var sendur 14 ára til vinnu að Hjarðarholti í Stafholtstungum og átti þar heimili til ársins 1939. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 196 orð

GUÐMUNDUR JÓNSSON

GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist 1. janúar 1908 á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson og Jófríður Ásmundsdóttir. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 304 orð

JAKOB JÓHANN SIGURÐSSON

JAKOB JÓHANN SIGURÐSSON Jakob Jóhann Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1923. Hann lést í Landspítalanum 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir kaupmaður og Sigurður Bárðarson sjómaður. Þau eignuðust fimm börn og var Jakob þeirra yngstur. Elst var Guðbjörg, f. 9.1. 1911, d. 20.7. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 871 orð

Jakob Sigurðsson

Ég mun alltaf minnast 6. desember 1995 með mikilli sorg í hjarta, en þann dag dó afi minn, langt fyrir aldur fram, að mínu mati. Afi minn, Jakob Sigurðsson, og amma mín, Gyða Gísladóttir, eignuðust 8 börn en misstu son í bernsku, eiga þau 26 barnabörn og eru barnabarnabörnin 4. Þetta var alveg eins og afi vildi hafa það, hann vildi eiga stóra fjölskyldu og hafa hana alltaf nálægt sér. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 135 orð

Jakob Sigurðsson

Elsku afi okkar! Við trúum því ekki að þú sért farinn! Þú svona sterkur, góður og yndislegur, þú sem varst besti afi í heimi, það er sárt að missa þig. Við gleymum því aldrei þegar við hlupum um í Stóragerði og það var svo gaman, þú áttir alltaf gott og góðgæti fyrir allan hópinn sem nú er alls ekki lítill. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 508 orð

Jakob Sigurðsson

Góður faðir er kvaddur er við nú kveðjum tengdaföður okkar Jakob Jóhann Sigurðsson sem lést að morgni hins 6. desember sl. Hann var okkur ekki bara kær tengdafaðir heldur góður félagi og ekki síst vinur. Öll teljum við það mikla gæfu að hafa tengst þessari fjölskyldu og fundum við strax mikinn hlýhug og stuðning frá þeim Jakobi og Gyðu. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 265 orð

Jakob Sigurðsson

Kall Jakobs Sigurðssonar kom snöggt og óvænt og menn setti hljóða við. Í hugum okkar sem þekktum hann er eins og eftir standi skarð sem erfitt muni að fylla. Allt frá stofnun Seðlabankans vann Jakob þar í hjáverkum margvísleg störf, sem jafnan falla til á stórum vinnustað, og mátti á vissan hátt líta á hann sem einn af starfsmönnum bankans. Hann ávann sér mikið traust, enda voru honum m.a. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Jakob Sigurðsson

Kynni mín af Jakobi Sigurðssyni hófust fyrir um það bil fimmtán árum. Jakob og synir höfðu þá alllengi sem verktakar annast flutninga og hreingerningar, ásamt ýmissi annarri þjónustu fyrir Lansdsbankann. Einn bankaráðsmanna spurðist um þetta leyti fyrir um samninga bankans við þá feðga, sem hann taldi að væru bankanum miður hagstæðir. Það kom í minn hlut að gera bankaráðinu grein fyrir málavöxtum. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Jakob Sigurðsson

Kæri vinur, það tekur mig sárt að skrifa miningarorð að þér gengnum. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega fjörutíu árum er ég hóf störf á sama vinnustað og þú, kynni þessi urðu upphafið að ævarandi vináttu sem aldrei bar skugga á, vináttu sem við hjónin viljum þakka. Þú varst góður vinur, traustur og áreiðanlegur og alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 523 orð

Jakob Sigurðsson

Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hann Jakob afa. Þrátt fyrir að hann væri ekki í raun afi minn þá reyndist hann mér sem slíkur. Það að hann skyldi fara núna var svo skyndilegt og sárt. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar Gyða systir mín hringdi í mig og lét mig vita. Jakob afi dáinn, það gat ekki staðist, hann sem aldrei var veikur. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Jakob Sigurðsson

Frá okkur er fallin ein sú stoð sem hefur verið undirstaða í uppvexti okkar systkina. Fjölskyldubönd hafa okkur þótt jafnsjálfsögð og vatnið en nú kemur upp í hugann að amma og afi voru ekki sjálfgefin heldur dýrmæt eign sem við fengum að njóta í okkar uppvexti. Eftir stendur amma ein, eins og klettur í hafinu, og styrkir okkur öll í harmi sínum eftir hálfrar aldar samvistir með afa. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 580 orð

Jakob Sigurðsson

Elsku afi minn. Það er svo erfitt að setjast niður og skrifa þér þessar línur, eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, hélt að þú færir aldrei frá mér. Þú sem varst í mínum augum með endalausa orku, svo duglegur, svo sterkur og stór og lifðir lífinu svo lifandi. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 138 orð

Jakob Sigurðsson Elsku Kobbi frændi. Ég minnist þín á þessari kveðjustund fyrir hvað þú varst mér góður alla tíð. Fyrir alla

Elsku Kobbi frændi. Ég minnist þín á þessari kveðjustund fyrir hvað þú varst mér góður alla tíð. Fyrir alla þá grænu, rauðu og bláu sem þú réttir að mér. Hvað þú varst mér einlægur og góður hvenær sem við hittumst og fyrir að vita alltaf af mér. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 329 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Sigríður, eða Sísí, eins og hún kallaði sig ávallt, og vildi fortakslaust, að þeir, sem hún kynntist og deildi með kjörum, gerðu slíkt hið sama. Héldu ýmsir við lítil kynni, að þetta væri hið rétta skírnarnafn hennar. Nokkur síðustu æviár sín bjó Sísí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 82 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir var fædd 4. febrúar 1914 á Litlu-Löndum í Vestmannaeyjum. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir. Þeim varð átta barna auðið. Eru þau nú öll látin nema einn bróðir. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 748 orð

Sigríður Jóhannsdóttir

Mig langar að minnast ástkærrar ömmu minnar með fáeinum orðum. Ég er nú að sjá á eftir elskulegri ömmu minni sem hefur stutt við bakið á okkur systkinunum og mömmu okkar alla tíð. Margs er að minnast frá liðinni tíð og erfitt að tjá með orðum það sem um hugann líður. Hún amma var mikil kostakona og var einstök móðir og amma. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 109 orð

SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Sigríður Jóhannsdóttir fæddist á Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 28. september 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 11. desember sl. Foreldrar hennar voru Jóhann Karl Hjálmarsson og Ragnheiður Benjamínsdóttir. Sigríður ólst upp fyrst á Gjögri og síðar á Bakka í Kaldrananeshreppi. Sigríður giftist 13. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 228 orð

Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir

Elsku amma mín. Ég ákvað að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Þú hefur gefið mér svo margt og ávallt verið mér góð. Við höfum átt margar góðar stundir saman og þeim mun ég aldrei gleyma. Ég trúi því ekki enn, að ég muni ekki koma aftur í heimsókn og sjá þig sitja í stólnum þínum við eldhúsborðið að hlusta á útvarpið. Ég man eftir öllum þeim nóttum sem ég gisti hjá þér og afa. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 132 orð

Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir

Mánudaginn 11. desember síðastliðinn lést elskuleg móðir okkar, Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir, eftir erfið veikindi. Alveg dáðumst við að því hvað hún var sterk þessar síðustu vikur, alltaf stutt í glensið, og áttum við systurnar margar og ógleymanlegar kvöldstundir með henni við kertaljós, og stundum var skálað í sérríi. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 105 orð

Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir Elsku Steina amma er nú farin frá okkur, en minningin um hana lifir með okkur áfram, hvað hún

Elsku Steina amma er nú farin frá okkur, en minningin um hana lifir með okkur áfram, hvað hún og afi voru þolinmóð að spila við okkur stelpurnar, heilu kvöldin, oft helgi eftir helgi. Skemmtilegast af öllu var þó þegar við fórum með þeim vestur í Teddabúð, draumastaðinn þeirra í Djúpinu, þar sem þeim leið alltaf svo vel. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 76 orð

STEINUNN INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir fæddist 23. janúar 1927 á Reykjum í Mosfellsbæ. Hún lést í

STEINUNN INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Steinunn Ingibjörg Jóhannesdóttir fæddist 23. janúar 1927 á Reykjum í Mosfellsbæ. Hún lést í Reykjavík 11. desember síðastliðinn. Foreldrar Steinunnar voru Geirrún Ívarsdóttir og Jóhann Þorsteinsson. Þau áttu fimm dætur auk Steinunnar, Kristínu, Þórunni, Grétu, Luisu og Önnu. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 447 orð

Trausti Hafsteinn Gestsson

Elsku bróðir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum og þakka þér fyrir allt. Það var að kvöldi 11. desember sl. á afmælisdegi föður okkar, er lést í fyrrasumar, en hann hefði orðið 89 ára, sem Trausti hné niður og lífsgöngu hans var lokið, aðeins 64 ára að aldri. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Trausti Hafsteinn Gestsson

Tryggur vinur Trausti var trúr í sínu starfi, hann var vinsæll allstaðar, vér hryggjumst hans hvarfi. Lýsti ætíð ljósið hans, lífgaði hvern skugga, hann var sannur sonur lands, sem alla vildi hugga. Hver sem mætti honum hér hafði á honum mætur, minnistæður mun hann mér, meðan húmið grætur. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 263 orð

Trausti Hafsteinn Gestsson

Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. ­ Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld. Meira
17. desember 1995 | Minningargreinar | 104 orð

TRAUSTI HAFSTEINN GESTSSON

TRAUSTI HAFSTEINN GESTSSON Trausti Hafsteinn Gestsson var fæddur í Reykjavík 28. október 1931. Hann lést á heimili sínu, Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, 11. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gestur K. Jónsson, verkamaður, f. 11.12. 1906, d. 1.7. 1994, og Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 20.8. 1905. Meira

Daglegt líf

17. desember 1995 | Bílar | 141 orð

Benz C langbakur á næsta ári

MERCEDES-Benz setur á markað langbaksútfærslu af C-bílnum á næsta ári. Bíllinn er með þremur aftursætum sem hvert er með höfuðpúða og þriggja punkta bílbelti. Hægt er að fella niður aftursætisbökin og auka farangursrýmið til muna. Fullhlaðið upp í topp tekur farangursrýmið um 1.510 lítra. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 50 orð

Breyttur Escort væntanlegur 1999

FYRSTU óopinberu myndirnar hafa birst af gerbreyttum Ford Escort sem væntanlegur er á markað árið 1999. Bíllinn er allur mun ávalari en fyrirrennarinn og afturljósin eru komin upp í afturgluggapóstana. Að framan er bíllinn með grönnu grilli. Langbaks- og hugsanlega blæjuútfærsla koma á markaðinn árið 2000. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 304 orð

Ford árgerð 2010

FORD Motor Co. afhjúpaði við verksmiðjur sínar í Dearborn í Bandaríkjunum sl. miðvikudag hugmynd sína að fjölskyldubíl næstu aldar. Synergy 2010 kallast bíllinn og er nýstárlegur í útliti og að allri gerð. Næstum engin vélarhlíf er á bílnum og rafmótorar eru við hvert hjól hans. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 1046 orð

Grand Cherokee er mikil fjárfesting með öllu tilheyrandi

GRAND Cherokee jeppinn frá Chrysler hefur nú verið fáanlegur hérlendis í hinni nýju gerð í nokkur ár og er hann boðinn í gerðunum Laredo og Limited, með mismunandi öflugum vélum og mismiklum búnaði en allar gerðirnar eru með sítengdu aldrifi, háu og lágu. Verðið er að sama skapi breytilegt, allt frá 3,5 og uppí nærri 4,9 milljónir króna. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 33 orð

Hliðarspeglaþurrkur

Hliðarspeglaþurrkur ÞAÐ hlaut að koma að því að fáanlegar yrðu hliðarspeglaþurrkur á bílinn. Með þeim er fljótlegt að fjarlægja raka og vatn af speglunum. Þessi gerð var sýnd á bílasýningunni í Tókýó. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 614 orð

Isuzu Deseo

Í BIRMINGHAM í Englandi er starfandi hönnunarfyrirtækið Futura. Það lætur lítið yfir sér en hefur vakið mikla athygli fyrir velheppnaða frumgerð af Isuzu jeppa sem frumsýndur var á bílasýningunni í Tókíó í október. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 184 orð

Minna eitrað bensín 50% MINNA magn af hinu heilsusp

50% MINNA magn af hinu heilsuspillandi efni benzen verður á boðstólum í Danmörku eftir áramót. Benzen er náttúrulegur hluti af bensíni. Þegar blýlaust bensín var sett á markað á níunda áratugunum var hámark leyfilegs magns benzens í bensíni 5%. Það eru olíufélögin Hydro, Texaco, OK, JET og DK-Benzin sem bjóða nýja bensínið og áætlað er að salan verði um 25 milljónir lítra á ári. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 194 orð

Olís kaupir Transit

OLÍS starfrækir nokkra tugi þjónustubifreiða víðs vegar á landinu. Þær eru staðsettar hjá sölumönnum félagsins á viðkomandi stöðum og eru notaðar til dreifingar á smurolíum, hreinsiefnum, pappír, rafgeymum og öðrum rekstrarvörum til útgerðar, fiskvinnslu og iðnaðar. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 283 orð

Rætt um samruna Chrysler og Benz

MERCEDES-BENZ og Chrysler bílaframleiðendurnir hafa tekið upp samningaviðræður um náið samstarf og hugsanlegan samruna fyrirtækjanna, að því er fram kemur í breska tímaritinu Car. Þar segir að mikil leynd hvíli yfir viðræðunum en verði af því að fyrirtækin tvö sameinist verði úr því fjórði stærsti bílaframleiðandi heims. Meira
17. desember 1995 | Bílar | 885 orð

Þróunarverkefni til varanlegrar atvinnusköpunar

ÞÓlafur hefur ásamt Helga Geirharðsson verkfræðingi unnið að framvindu verkefnisins undanfarin tvö ár og stofnað fyrirtækið Nýiðn ehf. Á síðustu tveimur árum hefur átt sér stað töluverð þróun í verkefninu. Meira

Fastir þættir

17. desember 1995 | Dagbók | 2885 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
17. desember 1995 | Í dag | 504 orð

DAG hefst næst síðasta vika ársins. Sá Drottins dagur, sem

DAG hefst næst síðasta vika ársins. Sá Drottins dagur, sem heilsar okkur, er þriðji sunnudagur í aðventu eða jólaföstu. Að viku liðinni koma blessuð jólin. Næsta föstudag, 22. desember, eru vetrarsólstöður, sólhvörf, sá tími árs þegar sólargangur er stytztur, myrkrið mest. Frá þeim degi liggja allar leiðir til birtunnar, vorsins, gróandans. Meira
17. desember 1995 | Í dag | 210 orð

FIMMTÁN ára sænsk stúlka með áhuga tónli

FIMMTÁN ára sænsk stúlka með áhuga tónlist, teikningu, diskódansi, o.fl.: Anna Olausson, Diamantv. 12, 37300 Jämjö, Sweden. ÁTJÁN ára Ghanastúlka með áhuga á kvikmyndum og sjónvarpi: Abiba Seidu, c/o Abubakari Adamu, Akwatia Tech.Inst., P.O. Meira
17. desember 1995 | Í dag | 324 orð

Fish and chips á stríðsárunum Á ÁRUNUM 1941-42 var starfand

Á ÁRUNUM 1941-42 var starfandi hér matsölustaður sem hét "Fish and Chips." Þar vann stúlka sem heitir Pálína og átti hún vinkonu sem kölluð var Pála. Kannist einhver við þær stöllur eru þeir beðnir að hafa samband við Jónínu í síma 557-9336. Meira
17. desember 1995 | Fastir þættir | 620 orð

Hannes bjargaði í horn með þráskák

14.­22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. HANNES Hlífar Stefánsson heldur forystunni í einvíginu við Jóhann Hjartarson um Íslandsmeistaratitilinn. Annarri skákinni lauk með jafntefli á föstudagskvöldið eftir snarpa baráttu. Hannes hefur því einn og hálfan vinning en Jóhann hálfan. Þriðja skákin verður tefld í dag, sunnudag og hefst taflið klukkan 17. Meira
17. desember 1995 | Dagbók | 205 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Hjaltlandi og Norðursjó er 1033 mb minnkandi hæð en lægðardrag á Grænlandshafi og yfir norðanverðu landinu þokast austur. Spá: Norðaustan kaldi á Vestfjörðum, en annars fremur hæg breytileg átt. Meira
17. desember 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

17. DES. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

17. desember 1995 | Íþróttir | 363 orð

Landsliðskylfingar æfa í Reiðhöllinni

Reiðhöllin í Víðidal er til margra hluta nytsamleg og það nýjasta er að landsliðskylfingar slá þar bolta sína á laugardags- og sunnudagsmorgnum í vetur. Ragnar Ólafsson, liðsstjóri landsliðs karla og kvenna, Meira
17. desember 1995 | Íþróttir | 235 orð

Létt á Grænlandi

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lék fyrri leik sinn við Grænlendinga í Nuuk á föstudagskvöldið og er skemmst frá því að segja að Ísland gjörsigraði granna okkar á Grænlandi með 40 mörkum gegn 14. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Morgunblaðið að leikurinn hefði verið frekar auðveldur eins og tölurnar bæru með sér. Meira
17. desember 1995 | Íþróttir | 31 orð

NBA úrslitin Boston - Toronto122:103

Boston - Toronto122:103 Detroit - New Jersey105:98 Indiana - Milwaukee112:95 Washington - LA Lakers122:114 Cleveland - Minnesota100:88 Orlando - Utah111:99 Houston - Sacramento110:114 Seattle - Golden State108:101 Vancouver - Meira
17. desember 1995 | Íþróttir | 302 orð

Shaq er mættur

Shaquille O'Neal er byrjaður að leika á ný með Orlando eftir meiðsl og hann hélt uppá það með því að skora 26 stig og taka 11 fráköst er liðið sigraði Utah Jazz. Þetta er þó heldur lakari árangur en hann var með í fyrra því þá gerði hann 29,3 stig að meðaltali í leik og tók 11,4 fráköst. "Ég er alls ekki kominn í fulla æfingu og það er örugglega einhver tími í það. Meira
17. desember 1995 | Íþróttir | 316 orð

Úrslitin færð

ÚRSLITALEIKURINN í Evrópukeppni bikarhafa, sem vera átti í Glasgow, hefur verið fluttur til Brussel og fer fram á King Baudouin leikvanginum 8. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem úrslitaleikur í Evrópukeppni fer fram í Brussel síðan hið hörmulega slys varð á Heysel leikvanginum árið 1985 er Liverpool og Juventus áttust við í Evrópukeppni meistaraliða, Meira

Sunnudagsblað

17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 109 orð

23.000 hafa séð Apolló 13

Alls hafa um 23.000 manns séð geimferðamyndina Apolló 13 sem sýnd hefur verið í Háskólabíói og Laugarásbíói. Þá hafa um 8.000 manns séð gamanmyndina Glórulaus í Háskólabíói og um 4.000 spennumyndina Jade". Næstu myndir Háskólabíós eru jólamyndirnar Carrington", Presturinn og The American President", sem sýnd verður í byrjun ársins. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 172 orð

Agnes snýr aftur

ÞAÐ ER mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Nýlega komu íslensku kvikmyndirnar Tár úr steini og Benjamín dúfa fyrir sjónir íslenskra bíógesta við frábærar undirtektir og nú er ný kvikmynd væntanleg á hvíta tjaldið. Hún ber heitið Agnes og byggist á harmleik sem átti sér stað í Húnavatnssýslu og leiddi til síðustu aftöku á Íslandi. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 475 orð

ALASKALÚPÍNA ÖNDVEGISJURT?

AÐ undanförnu hafa staðið yfir miklar umræður hér á landi um lúpínuna og er þá átt við Alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Rætt hefur verið um kosti hennar og galla sem landgræðslujurtar og svo hins vegar um þau not sem hafa má af henni. Lúpínur eiga sér langa sögu sem nytjaplöntur en talið er að þær hafi verið ræktaðar við Miðjarðarhaf og í Suður-Ameríku í um 3000 ár. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 2032 orð

ALGER DELLUKARL

ÞETTA er rétti tíminn til að hitta Benedikt á réttum stað. Lífsstíll hans og konu hans, Ólafar Indriðadóttur, er að fara eftir áramótin í tvo mánuði í hlýjuna á Spáni og dvelja á sumrin í 5-6 mánuði í yndislegum Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Allir reyna að hreinsa sig af ábyrgðinni

ÞEGAR kosið var til þings í Rússwlandi fyrir tveimur árum, lék enginn vafi á því hver væru stórmál kosninganna. Í fyrsta lagi var kosið um stjórnarskrá sem Jeltsín forseti hafði látið semja þrátt fyrir ósamkomulag um mikilvæg atriði. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 2166 orð

Allt í einu er ég farin að leika... Úr nýjum bókumKristbjörg Kjeld hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra leikkvenna og

OFT ER það svo í lífinu að ósk er svo stór og fjarlæg að hún er aldrei mótuð í hugsun, hvað þá sett í orð. Þegar svo þau straumhvörf verða að slík ósk rætist virðist það ofureðlilegt. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 514 orð

Arabískir stafir og jólahugleiðing

EITT af því alskemmtilegasta við arabísku er að glíma við að skrifa. Þetta leyndardómsfulla og fallega mál arabískan er auðvitað skrifuð frá hægri til vinstri eins og allir vita. Og stafirnir bregða sér í allra kvikinda líki. Því stafur sem heitir til dæmis =gym er eiginlega að plata mig. Ef ég skrifaði Guðrún og léti orðið byrja á væri það bara della. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 767 orð

Bond í stuði

JAMES Bond, 007, er mættur á nýjan leik í banastuði til starfa sinna í leyniþjónustu hennar hátignar, en tímarnir hafa breyst þar sem járntjaldið hefur verið rofið og ný heimsskipan tekið við. Áður voru það illmenni í pólitísku valdatafli sem Bond þurfti að kljást við en nú eru það samsærismenn með hagnaðarvonina eina að leiðarljósi sem eru mótherjarnir. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 73 orð

Corrigan látinn

DOUGLAS Corrigan, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir það fljúga í ranga átt frá New York árið 1938 og lenda á Írlandi í stað Kaliforníu, lést á fimmtudag, 88 ára. Corrigan hlaut viðurnefni sitt "Röng leið" af þessari för en fullvíst er talið að Corrigan hafi ekki villst af leið, heldur logið til um ónýtan áttavita. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1823 orð

DJÖFLAR HAFA LÍKA SÁL

ÞAÐ ER hægara sagt en gert að ná tali af Baltasar Kormáki. Ekki er nóg með það að Norður-Atlantshafið liggi á milli okkar, heldur er hann einnig mjög vant við látinn. Hann er að setja upp söngleikinn Hárið í Barcelona á Spáni. Þegar næst loksins af honum vill svo til að hann er hann nýbúinn að kaupa sér flugmiða til Íslands. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 77 orð

Drullumall Botnleðju

FYRSTI geisladiskur hafnfirsku rokksveitarinnar Botnleðju hefur lent í meiri hremmingum en elstu menn muna. Diskurinn átti að koma út fyrir mánuði, en barst loks hingað til lands um miðja síðustu viku. Þessi frumraun Botnleðju, sem heitir Drullumall, var tekin upp á mettíma, 25 tímum, sem hljómsveitin fékk í sigurlaun í Músíktilraunum Tónabæjar. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 106 orð

Endurútgefnar metsöluplötur

SKÍFAN hefur endurútgefið tvær frægar plötu úr íslenskri útgáfusögu, Úr öskunni í eldinn og Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Úr öskunni í eldinn með Brunaliðinu var mikil metsöluplata á sínum tíma, en hún kom út vorið 1978. Á plötunni eru meðal annars lögin Ég er á leiðinni, sem glumdi nánast samfellt allt það sumar, Sandalar og Konur. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 2039 orð

Er algengasti skilningurinn misskilningur?

Íyfir tuttugu ár hefur Dr. John Gray haldið fyrirlestra fyrir hundruð þúsunda manna við gífurlegar vinsældir, enda hefur margt breyst í umræðum fólks um það hvernig góð sambönd eiga að vera, enda þótt hinn fullkomni skilningur í þeim efnum sé enn langt undan. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Eru konur konum verstar?

KONUR á Norðurlöndum fóru að fá kosningarétt snemma á öldinni, svo og ýmis önnur réttindi og möguleika til að nýta þau, til að stunda nám og vinnu eftir því sem hugurinn girntist og lagalegt jafnrétti. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1542 orð

Ég vildi sjá fjöllin Ég er harðánægð, hér er gott að vera, svo heimilislegt, sagði Valborg Hermannsdóttir lyfjafræðingur við

VALBORG tekur á móti blaðamanni í herberginu sínu á Grund. Hún hefur ekki tekið mikið af eigum sínum með sér, eina stóra útskorna kistu frá Hong Kong, sem er full af myndum og minjum, og mynd frá Bali á vegginn. Enda þarf hún rými til að komast í hjólastólnum um lítið herbergið. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 552 orð

Format fyrir Helgispjall, 40,7

Format fyrir Helgispjall, 40,7 HELGIspjall Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 496 orð

FÓÐUR- OG BEITARTILRAUNIR

ALASKALÚPÍNA getur orðið góð fóðurjurt ef hún er kynbætt. Til þess að hægt sé að kynbæta hana þarf að vera hægt að mæla nákvæmlega beiskjuefnin í henni á fljótlegan hátt. Jóhann Þórsson hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins er ásamt fleirum þar að vinna að þróun nýrra aðferða sem gefa eiga nákvæmari niðurstöður en hingað til hefur verið hægt að fá. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 170 orð

Fólk

Háðfuglinn Woody Allen sendir nú frá sér hverja myndina á fætur annarri. Hann mun fljótlega byrja á sinni fyrstu dansa- og söngvamynd en fréttir að utan herma að í henni muni hann leika föður Julia Roberts. Með önnur hlutverk fara Goldie Hawn og Alan Alda en sagan snýst um skondna gyðingafjölskyldu. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 238 orð

Galdrakarlinn Oz

LEIKSTJÓRI myndarinnar "The Indian in the Cupboard" er Englendingurinn Frank Oz, en rétt nafn hans er Frank Oznowicz. Hann er fæddur 25. maí 1944 í Herford á Englandi en þegar hann var við nám í Oakland City College árið 1963 kynntist hann Jim Henson sem hann átti eftir að starfa mikið með. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 169 orð

Hann stendur mitt á meðal yðar

17. desember. Þriðji sunnudagur í jólaföstu. Jóhannes 1,19-28. --Þessi er vitnisburður Jóhannesar, þegar Gyðingar sendu til hans presta og Levíta frá Jerúsalem til að spyrja hann: "Hver ert þú?" Hann svaraði ótvírætt og játaði: "Ekki er ég Kristur." Þeir spurðu hann: "Hvað þá. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Helstu slagorðin

Föðurland, Fullveldi fólksins, Réttlæti, Velmegun! (Bændaflokkurinn) Þegnlegur friður, Þjóðarsátt! (Samtök Rybkins) Frelsi, Einkaeign, Lögmæti! (Val Rússlands) Án kvenna ekkert lýðræði! (Konur Rússlands) Rússland, Vinna, Fullveldi fólksins, Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1096 orð

Hús og heilindi

SJÓNMENNTAVETTVANGUR Hús og heilindi Framtíð Ásmundarsalar við Freyjugötu hefur talsvert verið til umræðu undanfarið. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1051 orð

Hætt við pólitískum landskjálfta

Þegar Jörg Haider varð leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki árið 1986 var fylgi hans um 4% en undir forystu hans hefur flokkurinn smám saman sótt í sig veðrið og fékk 22,5% atkvæða í þingkosningunum í október í fyrra. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 120 orð

IÐNAÐUR BYGGÐUR Á LÚPÍNU?

ÞEIR Baldur Líndal og Ásgeir Leifsson verkfræðingar hafa að undanförnu gert rannsóknir á möguleikum á því að vinna úr lúpínu etanol, sem er alkohól, og fóðurefni og áburð. Að sögn Baldurs Líndals gæti þetta leitt til orkufreks iðnaður þar sem jarðgufa væri aðal- orkugjafinn. Lúpínan myndi þá verða ræktuð, t.d. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 126 orð

Í BÍÓ

ALDREI hafa fleiri bíómyndir staðið þjóðinni til boða yfir jólin en nú í ár. Ekki aðeins í kvikmyndahúsunum, sem brugðist hafa við aukinni samkeppni með betra úrvali jólamynda en oft áður, og myndbandaleigunum, sem líka eiga í mjög aukinni samkeppni, heldur á öllum þeim sjónvarpsrásum sem teknar hafa verið í gagnið á árinu. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1374 orð

KLYFJAR UNGA FÓLKSINS

Hvar sem litast er um í heimi manna eða dýra má glöggt sjá umhyggju foreldra fyrir afkvæmum sínum. Öll þekkjum við dæmi um foreldra sem strita myrkranna á milli og leggja jafnvel eigin heilsu undir til að hjálpa börnum sínum til náms eða hjálpa þeim til að eignast þak yfir Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1388 orð

KVIKMYND EN EKKI SAGNFRÆÐI

SNORRI Þórisson er framleiðandi, kvikmyndatökumaður og annar af tveimur handritshöfundum bíómyndarinnar Agnesar og segir hér í samtali frá því hvernig allt þetta kemur heim og saman. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 105 orð

Köttur fær símakort

EIGANDI læðu, sem er oft flækingi, hefur keypt handa henni símakort til að fólk sem finnur hana geti hringt heim til hennar og sagt hvar hún er stödd. Læðan Cagney er sex ára og býr í Winchester í suðurhluta Englands. Þar sem hennar hefur margoft verið saknað hefur eigandinn gripið til þess ráðs að setja símakort á hálsbandið. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 526 orð

Langur meðgöngutími

ÍRSKI leikarinn Pierce Brosnan er hinn nýi James Bond og hefur hann tekið að sér að leiða þessa þekktu kvikmyndapersónu inn í 21. öldina, en hann hefur þegar gert samning um að leika í tveimur myndum til viðbótar um leyniþjónustumanninn fágaða. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1732 orð

LJÆR AGNESI AFTUR HJARTSLÁTT

ÞAÐ ER vel við hæfi að María Ellingsen á heima við Hringbraut. Sjálfsagt gæti hún hvergi búið annars staðar. Allt er á ferð og flugi í lífi hennar og varla að fætur hennar snerti jörðina. Það sem ber hæst er hlutverk Agnesar í samnefndri kvikmynd, sem áformað er að frumsýna 22. desember. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 678 orð

LÚPÍNAN - ÖFLUGT UPPGRÆÐSLUTÆKI

SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri hefur mikið haft með lúpínu að gera í sínu starfi. Mér líkar illa þessi neikvæða umræða sem hefur spunnist um alaskalúpínuna sem landgræðslujurt," sagði Sveinn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Lúpínan er hvorki góð né vond, hún er bara jurt. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 435 orð

LÚPÍNUSEYÐIÐ

LÚPÍNUSEYÐI það sem Ævar Jóhannesson hefur sett saman og fjölmargir hafa þegar reynt, er soðið úr rótum af lúpínu, tveimur tegundum af hvönn, litunarmosa, njóla og börk af tré sem vex í Suður- Ameríku og er kallaður lapacho, og er mjög þekkt jurtalyf við krabbameini og fleiri sjúkdómum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1065 orð

Mitt hjartans mál Einn söluhæsti geisladiskur ársins heitir "Mitt hjartans mál" og er eftir Kristján Stefánsson frá Gilhagaí

MÉR SÝNIST það vera tilfellið og samkvæmt því er ég líklega söluhæstur! Nei, grínlaust, þá hafa verið gefnir út 6.000 diskar og ég hef getað fylgst með þessu mikið sjálfur því ég er stöðugt á ferðinni að pota diskinum og dreifa honum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Níu flokkar líklega yfir 5 prósenta múrinn

ÞAÐ eru alls 43 flokkar sem bjóða fram á landsvísu þingkosningunum sem í dag eru haldnar í Rússlandi, flestir þeirra eiga enga möguleika á að koma mönnum á þing af listum sínum. Það þýðir þó ekki að þeir muni enga fulltrúa hafa á þingi því að sumir leiðtogar flokka sem verða undir fimm prósenta markinu eru í framboði í einmenningskjördæmum líka og geta unnið þingsæti. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 589 orð

Nouveau-flóðið og annað nýtt

EKKERT lát virðist vera á Nouveau-flóðinu og hafa fimm nýjar tegundir nú bætst í hópinn. Frá George Dubooeuf er í boði annars vegar venjulegt Beajolais (1.040 kr.) og hins vegar Beaujolais-Villages (1.070 kr.). Duboeuf er óumdeilanlega einn skemmtilegasti framleiðandi héraðsins og bæði þessi vín eru mjög þægileg. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 108 orð

Nýi heimurinn í Frakklandi

FRANSKI leikstjórinn Alan Corneau vakti heimsathygli með mynd sinni Allir heimsins morgnar eða Tous les matins du monde". Nýjasta myndin hans heitir Nýi heimurinn eða Le nouveau monde" og er af allt öðrum toga. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 824 orð

Of mikið af öllu má þó gera

Þessi speki var kyrjuð af hjartans sannfæringu í gömlum slagara. Gömul speki en varla úrelt. Það rann upp fyrir gáruhöfundi við þau orð greindarkonu, sem alltaf hefur fylgst vel með öllu og öllum, dauðum sem lifandi. Minningargreinar því eitt veigamikið lestrarefni hennar. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 236 orð

Party ZONE '95

ÚTVARPSÞÁTTURINN Party Zone hefur starfað í nærfellt fimm ár, sem er fátítt fyrir slíka þætti, en í honum er boðað danstónlistarevangelíum af miklum móð. Meðal þess sem PZ-liðar hafa gripið til að styrkja stöðu sína er að gefa út safndiska og annar diskur þeirra, Party Zone '95, kom út fyrir skemmstu. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 2945 orð

PAULA Í desembermánuði árið 1991 veiktist Paula dóttir Isabel Allendeaf illvígum sjúkdómi og féll skömmu síðar í dá. Þessi bók

Við grípum fyrst niður í bókinni fremst þar sem segir frá því þegar Isabel og Ernesto unnusti Paulu þurfa að horfast í augu við sjúkdóminn. ­ Hún er alvarlega veik ­ sagði læknirinn sem var á vakt á gjörgæsludeildinni. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 587 orð

Plötujól

JÓLAPLÖTUR eru ómissandi fyrir hver jól, að minnsta kosti ef marka má útgáfu á slíkum plötum síðustu vikur fyrir jól. Þær seljast og líflega flestar og sumar seljast ár eftir ár, þó vegur jólaplatna hafi eitthvað minnkað síðustu ár, kannski í takt við sífellt meira framboð af jólalögum í útvarpi og sjónvarpi. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 128 orð

Pottþétt söfn

NOW útgáfuröðin hefur notið hylli víða um heim og ekki síður hér á landi. Skæður keppinautur síðustu mánuði hefur þó verið Pottþétt-röðin, sem komnir eru tveir diskar af og einum betur. Pottþétt er útgáfuröð tvöfaldra diska sem seldir eru á lægra verði en ætla mátti. Fyrir skemmstu kom út diskurinn Pottþétt 2, sem á eru lög með 2 Unlimited, Max-A- Million, D.J. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Rannsóknir sem lækka útgjöld til heilbrigðismála

Rannsóknir sem lækka útgjöld til heilbrigðismála Unnið er að rannsókn á tilraunabóluefnum gegn harðgerum lungnabólgusýkli en brýn þröf er fyrir bólefni sem verndar börn fyrir sýkingu af hans völdum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 111 orð

Reif í skóinn

REIF útgáfuröðin er sennilega vinsælasta safnplötustef sem hér hefur hljómað. Reif í sundur var með söluhæstu plötum siðustu jóla, og nýjasta plata í röðinni, Reif í skóinn, fer af stað með miklum hamagangi. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 155 orð

Rokk og soul

SPOR heldur inn á nýjar brautir fyrir þessi jól og sendir meðal annars frá sér tvær tvöfaldar safnplötu þar sem finna má gömul rokk og soullög. Á öðrum rokkdisknum er að finna íslensk lög, þar af mörg sem ekki hafa verið fáanleg á geisladisk. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 119 orð

Skrímslið eftir Benigni

NÝJASTA mynd ítalska gamanleikarans Roberto Benigni heitir Skrímslið eða Le Monstre" og er gerð í samvinnu Frakka og Ítala. Benigni leikstýrir, framleiðir, skrifar handrit og fer með aðalhlutverkið en myndin sló öll aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd á Ítalíu fyrr á árinu. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 106 orð

Sveiflusafn

SVEIFLUKONUGURINN Geirmundur Valtýsson sendi nýverið frá sér safnplötuna Lífsdansinn, þar sem hann smalar saman nokkrum helstu lögum sínum í gegnum árin. Áþriðja áratug er liðið síðan Geirmundur Valtýsson tók upp fyrstu lögin, en tíu ár eru síðan hann hóf sinn lagasmíða- og útgáfuferil fyrir alvöru. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 199 orð

Sænskt barn laust við eyðnismit

SÆNSKT barn á öðru ári, sem fæddist með eyðnismit, greinist nú ekki lengur með smit. Um þetta eru dæmi, en það er afar sjaldgæft. Skýringin getur verið að barnið hafi komist yfir smitið, eða að vírusinn sé enn í barninu, en greinist ekki lengur af einhverjum ástæðum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 211 orð

SÆT ALASKALÚPÍNA?

EINÆRAR tegundir af lúpínu hafa verið kynbættar til þess að losna við beiskjuefnin í þeim og verða þá til sætar" lúpínur. Menn hafa velt fyrir sér hvort hægt væri að fara þá sömu leið með alaskalúpínuna, sem er fjölær ­ en er það hægt? Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 161 orð

Tíu ára Sniglaband

SNIGLABANDIÐ hélt upp á tíu ára afmæli sitt fyrir skemmstu og sendi af því tilefni frá sér tvöfaldan safndisk sem heitir einfaldlega 1985-1995. Þar á eru ýmis lög frá árunum tíu, alls 30 lög á á tveimur diskum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 971 orð

Töfraskápurinn

OMRI á níu ára afmæli og af því tilefni fær hann margs konar gjafir sem drengir á hans aldri þrá að eignast, en það eru hins vegar tvær frekar óhefðbundnar gjafir sem hann hrífst mest af. Það eru annars vegar lítill skápur sem bróðir hans hefur fundið í yfirgefnu drasli og lítill indíáni úr plasti sem Patrick, besti vinur hans, gefur honum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1137 orð

Undur Indlands

ÞEIM STÖÐUM virðist sífellt fjölga með ári hverju sem hella sér út í jólahlaðborðaslaginn í desember. Ekki virðist heldur standa á vinsældunum því aðsóknin er greinilega mikil. Í ljósi þess að mörg hús eru farin að bjóða upp á þessi borð þegar í lok nóvember má hins vegar spyrja hvort að eðlilegt sé að bjóða varla upp á annað í heilan mánuð á ári hverju. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1995 orð

UNGLINGAR ERU LÍFSGLAÐIR Unglingar eru sá aldurshópur sem Lára Jónsdóttir hefur hvað mest unnið með, fyrst sem kennari og nú sem

ÉG ER svo oft spurð að því eftir að ég fór að vinna í Rauðakrosshúsinu, hvort mér þyki ekki erfitt að vinna "með svona unglingavandamál," segir Lára Jónsdóttir og leggur áherslu á orðin "svona" og "vandamál". Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 2152 orð

ÚR BRUNA Í BREYTINGAR Ólafur H. Georgsson keypti fyrirtækið Reykofninn í Kópavogi, ásamt Gylfa Ingasyni matreiðslumeistara, árið

Ólafur ólst upp á Kleppsholtinu og síðar í Teigahverfinu. Allt til tólf ára aldurs var hann þó flest sumur hjá afa sínum og ömmu á Þingeyri, bæði við leik og störf. "Þar kynntist ég atvinnulífinu og Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1259 orð

Veðravélin óvenju öflug

Undanfarin ár virðist veðravélin hér í Norður- Atlantshafi hafa verið óvenju öflug. Þrálátar og mjög krappar lægðir hafa gengið yfir Ísland með lágum loftþrýstingi og fylgt mikil úrkoma, með afleiðingum sem við sjáum í snjóflóðum. Nú er líka útbreiðsla svalsjávar mikil. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 495 orð

Vinsæl leikfangasaga

TÖLVUR hafa þegar breytt kvikmyndunum til framtíðar. Forsögulegar eðlur eru eins raunverulegar á hvíta tjaldinu og þær hafi aldrei orðið útdauðar. Látnir þjóðarleiðtogar eins og John F. Kennedy geta leikið" í nýjum myndum. Arnold Schwarzenegger getur flogið orustuþotum án þess að við greinum blekkinguna. Ekkert er ómögulegt lengur. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1225 orð

VITUM ALVEG HVAÐ

PLÖTUÚTGÁFA Á ÍSLANDI ER AÐ BREYTAST; ÞAÐ ER ORÐIÐ EINFALDARA OG AUÐVELDARA AÐ GEFA ÚT SJÁLFUR OG Æ FLEIRI FETA ÞÁ BRAUT. ÞAR Á MEÐAL ERU EMILÍANA TORRINI OG PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON SEM SENDA BÆÐI FRÁ SÉR SÍNAR FYRSTU SÓLÓSKÍFUR EFTIR VELGENGNI UNDANFARINNA ÁRA, EMILÍANA GEFUR ÚT PLÖTU MEÐ ÞVÍ SÉRKENNILEGA NAFNI CROUÇIE D'O`U LA, Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 802 orð

Þar sem menn voru konur

HETJUDÝRKUN okkar vestrænu þjóða er ekkert einsdæmi í heiminum. Dýrkun okkar á karlmannlegum hetjum bíómyndanna, Superman, Rambo og Indiana Jones, á sér hliðstæðu hinum megin á hnettinum. Hinn fagri en oft fordæmdi kvenmaður kvikmyndanna líkt og Sharon Stone í Ógnareðli er einnig að finna í leikhúshefð annars staðar í heiminum. Meira
17. desember 1995 | Sunnudagsblað | 153 orð

Þjóðverja heimiluð sumarhúsakaup

EFTIR miklar deilur um hvaða áhrif meint nasistatengsl manna eigi að hafa, hefur sveitarstjórnin í Súrnadal ákveðið að leyfa Adolf Dirks, 53 ára Þjóðverja búsettum í Frankfurt, að kaupa sér sumarhús í sveitinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.