Nýtt litríkt tehús og bakarí úti á Granda

Ófeigur Lýðsson

Sara Hochuli er svissneskur frumkvöðull og listakona. Hún elskar Japan, bakar ævintýralegar tertur og eftirrétti, hannaði Swatch-úr sem seldist upp á mettíma og síðast en ekki síst elskar hún Ísland.

Sara er heimsfræg fyrir listrænar tertur og eftirrétti. Sara er að mestu leyti sjálfmenntuð í bakstri og matreiðslu og hefur alla tíð elskað að baka sætabrauð og tertur. Sérpantaðar tertur frá henni eru sendar út um allan heim en jafnvel Rolling Stones hefur pantað tertu frá Söru. Nú geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að borða heimsklassa góðgæti á nýju japönsku tehúsi, Kumiko, sem Sara og meðeigandi hennar Dominik Grenzler opnuðu fyrir skemmstu úti á Granda þar sem áður var Grandakaffi. Leitin að rétta húsnæðinu var þó ekki auðveld þar sem Sara hafði áður fest kaup á húsi Þorsteins Guðmundssonar grínista á Þórsgötu en þurfti svo síðar að selja það aftur þar sem húsnæðið hentaði í raun ekki til þess að opna þar rekstur. Sara fann svo á endanum hið fullkomna húsnæði úti á Granda sem hún líkir við Brooklyn. „Grandinn er suðupottur listar og menningar á Íslandi og minnir á þá þróun sem Brooklyn fór í gegnum á sínum tíma,“ segir Sara en hún rekur einnig tehús og „kreatíft bakarí“ í Zürich.

Sara er litríkur persónuleiki sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir listaverk …
Sara er litríkur persónuleiki sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir listaverk sín. Bæði sætabrauð og grafíkverk.

Sara elskar Japan og segist muna sameina ástríðu sína fyrir heimaborg sinni Zurich og Japan á nýja tehúsinu. „Á tehúsinu bjóðum við upp á gott úrval af kaffi, te og jafnvel mjög fágætt te í bland við skonsur, kökur, sætindi, súpu og salat. Sjálf held ég mest upp á skonsurnar okkar og ostakökuna en hún inniheldur matcha te. Í framtíðinni munum við einnig bjóða upp á áfengi svo sem kampavín.“

Skærblátt flotað gólfið gefur staðnum vissulega ferskan blæ og rímar …
Skærblátt flotað gólfið gefur staðnum vissulega ferskan blæ og rímar vel við litina í verbúðunum í kring. Ófeigur Lýðsson

Sara hannaði sjálf staðinn sem er litríkur og er því upplifun fyrir öll skilningarvit. Börnum finnst því mjög gaman að koma á staðinn. „Ég er grafískur hönnuður að mennt en staðurinn er hannaður sem hálfgerð yfirlitsmynd af af vinnu minni sem grafískur hönnuður og listakona í bland við mína sýn á Japan. Kumiko er því mjög litríkur og skær með sterkri skírskotun í Manga teiknimyndir.“ Sara segist hafa uppgötvað Mangalist í listaskóla í Japan þar sem hún stundaði nám. Síðan þá hefur hún haft sterka tengingu við Japan og ferðast reglulega þangað. „Ég hef unun á japanskri hönnun, tísku og auðvitað matnum. Ég fyllist því alltaf innblæstri í Japan.“

Matcha ostakakan á Kumiko er stórkostleg.
Matcha ostakakan á Kumiko er stórkostleg. Ófeigur Lýðsson

Aðspurð um viðtökurnar segist Sara vera himinlifandi. Gestirnir séu mest megins Íslendingar úr hverfinu og Svisslendingar sem hafi lesið um staðinn. Sara býr bæði á Íslandi og í Sviss en segist vera með mjög gott starfsfólk sem láti hlutina ganga upp þegar hún er ekki á staðnum.

„Ég er líka mjög spennt fyrir Airwaves. Kumiko verður opinber tónleikahaldari sem Off Venue staður og við munum því halda nokkra tónleika á fimmtudag og föstudag. Við nýtum til þess verbúðina hliðin á staðnum. Ég flyt inn Tim & Puma Mimi til landsins til að spila tvenna tónleika en það er svissnesk og japönsk rafpop hljómsveit. Ég er mjög spennt fyrir því,“ segir Sara alsæl með að geta loks boðið upp á svissneska og japanska stemmingu á Íslandi.

Hér að neðan má sjá brot úr heimildarmynd sem gerð var um Söru og uppbyggingu hennar Kumiko á Íslandi.

Takið eftir krúttlega karlinum í krukkunni. Á Kumiko er mikið …
Takið eftir krúttlega karlinum í krukkunni. Á Kumiko er mikið spáð í smáatriðin. Ófeigur Lýðsson
Sara hefur gefið út bók sem kaupa má á staðnum.
Sara hefur gefið út bók sem kaupa má á staðnum. Ófeigur Lýðsson
Margskonar fágætt te er til sölu á Kumiko en það …
Margskonar fágætt te er til sölu á Kumiko en það er borið fram með lótusblómi sem opnast í heitu vatninu. Ófeigur Lýðsson
Grandakaffi hefur nú fengið nýjan litríkan eiganda.
Grandakaffi hefur nú fengið nýjan litríkan eiganda. Ófeigur Lýðsson
Yfirkokkur Kumiko er hin glaðlynda Susanne.
Yfirkokkur Kumiko er hin glaðlynda Susanne. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert