Ert þú að borða of mikið engifer?

Ferskt engifer er vinsælt í ýmsa matargerð, þeytinga og út …
Ferskt engifer er vinsælt í ýmsa matargerð, þeytinga og út í soðið vatn.

Það er vitað mál að engifer er afskaplega hollt og gott fyrir kroppinn. En líkt og með svo margt getur of mikið magn af engiferrót valdið brjóstsviða, niðurgangi og ertingu í munni, jafnvel magaóþægindum, samkvæmt Heilsugæslunni við Háskólann í Maryland.
Engifer þykir gott við ógleði og því nota óléttar konur það gjarnan við morgunógleði. Mælt er með að óléttar konur borði ekki meira en eitt gramm á dag.
Engifer er sem áður segir engu að síður mjög hollt og þykir gott við hinum ýmsu kvillum á borð við ferðaveiki, kvef, þrota og bólgur svo fátt eitt sé nefnt en varast skal ofneyslu þess sem áður segir. Allt er gott í hófi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert