Avókadó franskar Hildar

Girnilega og stökkar avocadofranskar.
Girnilega og stökkar avocadofranskar.

Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér dásamlegri uppskrift af avókadó frönskum með chipotle-sósu úr matreiðslubók sinni Avocado.

„Þessar franskar eru stökkar og góðar. Chipotle-sósan lyftir þeim upp á hærra plan. Gott snarl með ísköldum bjór, sem forréttur eða öðruvísi franskar með hamborgaranum. Smá handavinna að útbúa þær en alveg þess virði.“

Franskar:
2 avókadó
safi úr 1 lime
1 egg
60 ml hveiti
2 dl rasp (t.d. frá Pankos) krydd
Pam sprey


Chipotle-sósa:
2 msk. sýrður rjómi, 3 msk. majónes
2 tsk. chipotle-mauk 1⁄4 tsk. dill
1⁄4 tsk. kúmín
2 msk. ferskt kóríander, saxað salt

Skerið avókadó í sneiðar og kreistið limesafa yfir. Pískið egg í skál, stráið hveiti á einn disk og raspi á annan.
Veltið avókadósneið upp úr hveitinu, dýfið í eggið og að lokum í raspið og kryddið. Mér finnst mjög gott að krydda með cayenne-pipar og töfrakryddinu frá Pottagöldrum. Endurtakið þetta við allar sneiðarnar og raðið þeim á bökunarplötu.
Spreyið olíu yfir þær og bakið í 15-17 mínútur við 200°C. Berið fram með chipotle-sósunni.


Chipotle-sósa:
Hrærið öllu hráefninu vel saman með skeið.

Hildur í útgáfupartý Avocado í Pennanum Eymundson.
Hildur í útgáfupartý Avocado í Pennanum Eymundson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert