Fyrsta lakkrís-skyrið á leið í verslanir

Mikill spenningur er fyrir nýju bragðtegundinni sem heimildir herma að …
Mikill spenningur er fyrir nýju bragðtegundinni sem heimildir herma að sé sannkallað dúndur.

Á næstu dögum kemur á markað ný bragðtegund í KEA-skyr vörulínuna og er um að ræða KEA-skyr með lakkrís. Ákveðið var að koma með þessa nýju bragðtegund á markað eftir fjöldamargar fyrirspurnir frá neytendum en mikill áhugi hefur verið að undanförnu á lakkrís í ýmsu formi. Það virðist nánast allt með lakkrísbragði mokseljast hvort sem það er lakkríssalt, lakkrísrjómabollur eða lakkrísilmkerti.

Líkt og í KEA-skyri með kókos og KEA-skyri með ananas og mangó er í nýju bragðtegundinni notast við náttúrulega sætugjafann stevía en með því er hægt að draga úr sykri um 30-50% en ekki taka hann alveg út. Mikill spenningur er fyrir nýju bragðtegundinni sem heimildir herma að sé sannkallað dúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert