Ikea kynnir eldhúsinnréttingu úr plastflöskum

Innréttingin er stílhrein og smart eins og Ikea er lagið.
Innréttingin er stílhrein og smart eins og Ikea er lagið.

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA kynnti nýverið eldhúsinnréttingu sem unnin er úr endurunnum plastflöskum og viði sem er hönnuð af sænska fyrirtækinu Form Us With Love.

Einingarnar nefnast Kungsbacka og eru þær fyrstu einingar IKEA sem framleiddar eru alfarið úr endurunnu efni. Einingarnar eru nú þegar fáanlegar hérlendis en hægt er að skoða uppsett eldhús í inngangi verslunarinnar í Garðabæ.

Innra lag innréttingarinnar er unnið úr endurunnum viði en ytra lagið er úr plastflöskum. Það er dökkgrátt og matt, en litur og áferð var sértaklega hönnuð til þess að geta staðist tímans tönn.

IKEA lagði jafnframt áherslu á að finna ódýra leið til framleiðslu á innréttingunni svo sjálfbærni yrði aðgengileg öllum og ekki of dýr. Þá mun IKEA halda áfram að kynna endurunnar, sjálfbærar vörur á næstunni en ný lína IKEA PS 2017, inniheldur meðal annars vörur gerðar úr endurunnu hráefni. 

Einingarnar nefnast Kungsbacka og eru þær fyrstu einingar IKEA sem …
Einingarnar nefnast Kungsbacka og eru þær fyrstu einingar IKEA sem framleiddar eru alfarið úr endurunnu efni.
Innra lag innréttingarinnar er unnið úr endurunnum viði en ytra …
Innra lag innréttingarinnar er unnið úr endurunnum viði en ytra lagið er úr plastflöskum.
Falleg hönnun fyrir augun og umhverfið.
Falleg hönnun fyrir augun og umhverfið.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert