Saltkaramellan og lakkrísinn bítast um fyrsta sætið

Mikill metnaður er víða í bollugerðinni og eru svokallaðar lúxsusbollur …
Mikill metnaður er víða í bollugerðinni og eru svokallaðar lúxsusbollur sífellt vinsælli. Skjáskot facebook/17 Sortir

„Við hjá 17 Sortum tókum smá forskot á bollusæluna og byrjuðum að selja bollur á laugardag," segir Auður Ögn Árnadóttir eigandi kökusjoppunnar 17 Sortir. Gærdagurinn setti þó strik í baksturinn en klukkan var stillt mjög snemma í morgun til að ná að bolla upp sjoppuna fyrir daginn.

17 Sortir komust í fréttirnar á síðasta ári vegna þess að loka þurfti mun fyrr en venjulega sökum vöruskorts. Auður segir undirbúninginn í ár hafa tekið mið af því og planið sé að halda út lengur þetta árið. „Bollurnar kláruðust alla 3 dagana frekar snemma í fyrra svo við þurftum heldur betur að skipuleggja okkur til að ná að anna fleirum því við vitum fátt leiðinlegra en senda fólk í fýluferð út á Granda. Bakaríð okkar sem er staðsett við Ármúla er ekki þannig útbúið að það ráði við mikið magn og öll okkar framleiðsla miðast við að skila frá okkur bakkelsi sem er jafnt að gæðum við heimilisbakstur. Því gerum við aldrei neitt í einhverju rosalegu magni - tækjakosturinn ræður hreinlega ekki við það,“ segir Auður sem hefur því stillt klukkuna mjög snemma síðustu daga ásamt starfsfólki sínu. 

„Við tókum daginn sérlega snemma aðfaranótt laugardags og náðum að halda vel í við söluna og bolluðumst allan daginn. Enginn fór svangur frá borði og allir sáttir með sitt getum við fullyrt. Svo kom þessi sunnudagur! Planið var að við yrðum komnar eldsnemma á vaktina, en reyndin varð svo allt önnur. Það komst einn jaxl til vinnu eftir smá svaðilför frá miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar með viðkomu í Garðabæ - jaxlinn komst hvergi útaf aðalumferðaræðinni sem endaði svo með þessari frægðarför. En til vinnu komst hún um 5 leitið, yfirbakarinn okkar kallar sko ekki allt ömmu sína, en hún lagði bílnum á eina auða blettinum sem hún fann og labbaði það sem eftir var. Hún óð skafla upp að mitti síðasta spölinn og hóf framleiðsluna um leið. Aðrir komust ekki til vinnu svo hún sá ein um daginn og þær nokkuð hundruð bollur sem við náðum að senda í kökusjoppuna þann dag,“ Auður segir fólki þó að örvænta ekki enda hafi allir bakararnir komist sína leið í nótt og sjoppan sé því uppfull af lúxsus og gleði en um 3000 bollur bíða þess að kippa í munnvik viðskiptavina.

„Við gerum einungis lúxus vatnsdeigsbollur en látum öðrum eftir að föndra með gerið. Við tókum þá ákvörðun að vera með einfalt úrval - bara svokallaðar lúxusbollur með syndsamlegum fyllingum, því á þann hátt væri meiri líkur til að við næðum að framleiða meira magn. Tegundirnar okkar eru 6 talsins en það eru tiramisu og Toblerone, freyðivín og jarðarber, saltkaramella og Daim, hindber og súkkulaði, lakkrís og lakkrís og síðast en ekki síst oreo bollur. Okkur sýnist að saltkaramellan og lakkrísinn séu að bítast um fyrsta sæti vinsældalistans en það gæti allt eins breyst í dag. Tvær af þessum 6 eru örlítið áfengar og það vottar fyrir pínulítilli feimni hjá fólki við þær tegundir, en við fullvissum fólk um að áfengismagnið i þeim sé það lítið að það þurfi ekki að vera feimið við að setjast undir stýri eftir neyslu þeirra !“

Auður Ögn Árnadóttir ætlar að reyna að halda út lengur …
Auður Ögn Árnadóttir ætlar að reyna að halda út lengur í dag en síðasta ár þegar loka varð um miðjan dag þar sem allt var uppselt. Árni Sæberg
Skjáskot facebook/17 Sortir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert