Sandra gerði upp stórkostlegt sveitasetur - eldhúsið er fullkomið

Sandra og fjölskylda hafa skapað sér sannkallaða hönnunarparadís í Noregi …
Sandra og fjölskylda hafa skapað sér sannkallaða hönnunarparadís í Noregi þar sem eldhúsið er miðja heimilisins. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is

Sandra Sigurjónsdóttir er 30 ára gömul eyjamær sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum með myndum af stórkostlegu sveitasetri sem hún hefur nýverið gert upp ásamt manninum sínum. Eldhúsið eitt og sér er sannkallað ævintýri en Sandra elskar að elda og staðsetti eldhúsið þannig að besta útsýnið er þaðan. Sandra fann ástina í Noregi í hinum norska handlagna Torfinn Aamodt en þau hjónin búa í Sykkylven ásamt þremur börnum sínum. „Torfinn vinnur sjálftætt sem smiður hérna í Sykkylven. Við fluttum til Noregs fyrir rúmum 2 árum og erum við rosalega ánægð hérna.“

Sandra er menntu hárgreiðslukona en er nú í fæðingarorlofi og …
Sandra er menntu hárgreiðslukona en er nú í fæðingarorlofi og nýtur þessað dytta að heima fyrir, sinna börnunum og njóta heimilisins og fjölskyldunnar. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is

Hvar er þetta guðdómlega hús ?
Við tókum yfir óðalsetur í Sykkylven sem er búið að vera í eigu fjölskyldu mannsins míns til fjölda ára. Sykkylven er heimabær mansins míns og er hann fæddur og uppalinn hér.

Þurfti að taka allt í gegn?
Tengdapabbi byggði húsið um 1990 þannig að húsið að utan er í mjög flottu standi og þurftum við ekki að gera neitt þar. Tengdaforeldrar mínir bjuggu hér áður en við fluttum inn og þess vegna vildum við taka allt í gegn að innan til að gera þetta að okkar. Ég er mikið fyrir skandinavískanstíl þar sem mikið er um svart, hvítt, grátt og hráan við.
 
Var þetta ekki hrikalega dýrt ?
Ég er svo heppin að eiga svona rosalega handlaginn mann sem er menntaður smiður. Torfinn gerði upp allt húsið sjálfur með hjálp frá pabba sínum sem er einnig menntaður smiður. Það sem var dýrt við þetta allt saman var pípara- og rafvirkjavinnan, eldhúsinnréttingin og borðplatan og svo auðvitað fallegi stiginn okkar sem er í hjarta hússins.
 

Innréttaðir þú sjálf?
Ég innréttaði allt sjálf. Ég er mikið fyrir opin rými og skiptir mig miklu máli að það sé bjart og hlýlegt. Húsið upprunnalega var mikið hólfað niður, eldhús sér, stofan sér og einnig gangurinn. Við byrjum því á að brjóta niður veggi og opnuðum upp til að fá meiri flæði.

Hvað hafðir þú í huga við að innrétta eldhúsið?
Í húsinu eru stórir og flottir gluggar einnig er tvöföld glerhurð inni í eldhúsi þar sem gengið er beint út á risa verönd og útsýni sem er varla hægt að lýsa í orðum. Þegar ég var að innrétta eldhúsið vildi ég nýta útsýnið sem allra mest og staðsetti ég til dæmis vaskinn beint undir gluggana þannig að þegar ég er að ganga frá eftir matinn og þegar ég vaska upp horfi ég beint út á fallega fjörðinn. Eldhúsið er stórt og vissi ég að þarna myndum við eyða miklum tíma enda þegar við fáum heimsókn þá sitjum við inni í eldhúsi. Ég valdi hvíta matta höldulausa innréttingu frá Kvik og hvíta borðplötu úr stein. Rosalega einfalt að halda hreinu þrátt fyrir 3 börn.
   

Eldar þú eða eiginmaðurinn ?
Ég er kokkurinn á þessu heimili. Ég elska að elda góðan mat og nýt þess að eyða mörgum klukkutímum inni í eldhúsi að elda.  Eins duglegur og maðurinn minn er að smíða þá er hann ekkert sérlega flinkur að elda.   


Er einhver tips við að gera upp eldhús sem þú lumar á ?
Skiptir miklu máli að vera vel skipulagður og leyfa hugmyndarfluginu að ráða.  Að gera upp hús er vissulega mikil vinna. Þar sem við eigum einnig 3 börn, yngsta ekki nema tæplega 4 mánaða þá þurftum við að púsla öllu saman til að láta hlutina ganga upp. Framkvæmdirnar tóku okkur samtals 5 mánuði og gerðum við flest allt sjálf. Þetta kostaði okkur mikla þolinmæði, blóð, svita og tár en ég verð að segja að þetta var algjörlega þess virði og ekkert smá skemmtilegt. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með frekari framkvæmdum á húsinu okkar þá er ég með instagram síðu https://www.instagram.com/gardsfrue_/

Eldhúsið í miðjum breytingum.
Eldhúsið í miðjum breytingum. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Draumur kokksins.
Draumur kokksins. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Þvotthúsið er fullkomið. Takið eftir skemmtilegum smáatriðum eins og handsápunni …
Þvotthúsið er fullkomið. Takið eftir skemmtilegum smáatriðum eins og handsápunni fallegu. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Eldhúsi er stílhreint og með góðu skápaplássi.
Eldhúsi er stílhreint og með góðu skápaplássi. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Eldhúsgluggarnir eru stórir og fylla rýmið af birtu og umhhverfið …
Eldhúsgluggarnir eru stórir og fylla rýmið af birtu og umhhverfið fær að njóta sín. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Vel er gættað öllum smáatriðum.
Vel er gættað öllum smáatriðum. Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
Sandra Sigurjónsdóttir/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert