Gulrótarköku-morgungrautur

Þessi mynd er af Pintrest þar sem minn eigin grautur …
Þessi mynd er af Pintrest þar sem minn eigin grautur stoppaði of stutt við til að nást á mynd. mbl.is/pintrest.com

Ég er stöðugt að reyna að fá heimilisfólkið til að borða meira af grænmeti. Tilvalin leið til þess að er lauma smátt rifnum gulrótum út í morgungrautinn. Gulrætur eru einstaklega hollar og innihalda mikið af A-vítamíni, andoxunarefnum og þykja góðar fyrir sjónina.

Hafragrauturinn á mínu heimili inniheldur bæði kanil og rúsínur sem einmitt eru í gulrótartertu og því fannst mér borðleggjandi að lauma gulrótum í grautinn.  Útkoman var ákaflega góð og enginn grunaði mig um græsku. Dóttirin kláraði sinn skammt og sambýlismaðurinn líka. Ég mun því án efa gera stærri skammt næst því það má vel elda graut fyrir tvo daga í einu.

Gulrótargrautur – fyrir einn svangan

2 dl spíraðir hafrar (eða venjulegt haframjöl)
2 dl kókosmjólk til drykkjar (í fernu)
2 dl vatn
Salt á hnífsoddi
1 msk. chia-fræ eða hörfræ (má sleppa)
1 tsk. kanill 
2 msk. rúsínur
1 væn rifin íslensk gulrót

Setjið hafrana, gulrótina, fræin, mjólk og vatn í pott og eldið á miðlungshita í um 15 mínútur eða þar til myndast hefur mjúkur grautur. Bætið því næst kryddinu og rúsínum við og látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram með söxuðum hnetum, kókosflögum og mjólk ef vill.

Grillaðar gulrætur með smá olíu og sjávarsalti eru einnig hollt …
Grillaðar gulrætur með smá olíu og sjávarsalti eru einnig hollt og fyrirhafnarlítið meðlæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert