50% afsláttur af ávöxtum

Það er sniðugt að skanna vikulega afslætti og haga innkaupunum …
Það er sniðugt að skanna vikulega afslætti og haga innkaupunum eftir því. mbl.is

Matvöruverslanir hafa boðið grænmeti og ávexti með miklum afslætti við og við. Sé fylgst vel með afsláttardögum má gera stórgóð kaup en sniðugt er að frysta ávexti og nota í þeytinga, út í jógúrtið, í bakstur eða hvað sem er. Svo ekki sé talað um að nasla á fersku gúmmelaði yfir daginn.

Nettó býður ávöxt vikunnar á 50% afslætti, Kostur býður 50% afsláttur af völdu grænmeti og ávöxtum á fimmtudögum og Hagkaup býður upp á ávöxt mánaðarins á afslætti.

Björn Björnsson innkaupastjóri hjá Nettó segir tilboðið hjá þeim hafa gengið ákaflega vel og sala á grænmeti og ávöxtum hafi vaxið hvað mest hjá versluninni á síðast liðnum árum. Aðspurður um hvort það komi til greina að bæta grænmeti við svara hann „Annað slagið þá bjóðum við einnig grænmeti á 50% afslætti. Ávextirnir hafa þó gefist betur og hefur meiri ánægju ríkt með ávaxtatilboðin. Við merkjum það vel á sölunni að aukningin í ávöxtum er mun meiri en í grænmeti á tilboðunum og því reynum við að halda okkur við það sem viðskiptavinum okkar líkar best," segir Björn og bætir við að nýr ávöxtur fari á tilboð í dag en það sé gular gæða melónur frá Kosta Ríka og í næstu viku séu það jarðaber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert