„Klárlega Emmsjé Gauti páskaeggjanna“

Þóra Sigurðardóttir, Kristín Sif, Ásdís Ásgeirsdóttir, Freyr Bjarnason og Auður …
Þóra Sigurðardóttir, Kristín Sif, Ásdís Ásgeirsdóttir, Freyr Bjarnason og Auður Albertsdóttir lögðu það á sig að smakka 17 egg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formleg páskaeggjasmökkun Matarvefjar mbl.is fór fram við hátíðlega athöfn í matsal Árvakurs. Sérvaldir smakkarar voru blaðamennirnir Freyr Bjarnason, Auður Albertsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir og Þóra Sigurðardóttir auk Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur útvarpskonu.

Send var formleg beiðni um þátttöku á Nóa Síríus, Góu, Freyju og Kólus. Egg frá öllum nema Kólus bárust. Smökkuninni var skipt í 4 flokka.

Sælgætisegg - 7 egg 
Lakkrísegg - 6 egg 
Dökkt súkkulaði - 2 egg 
Hefðbundið - 2 egg 

Smakkendur fengu ekki að vita hvaða egg var smakkað hverju sinni einungis í hvaða flokki eggið var. Einkunn er gefin frá 0-5 og hver smakkari skrifaði eina setningu um upplifun sína.

Lakkríseggin höfðu sterka yfirburði en besta eggið að mati smakkara var hið geysivinsæla Sterkar Djúpur egg sem orðið er illfáanlegt og er uppselt hjá framleiðanda.

Mölva þurfti eggin í einrúmi og fjarlægja innvolsið og skraut …
Mölva þurfti eggin í einrúmi og fjarlægja innvolsið og skraut til að smakkarar þekktu ekki hvaðan eggið væri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lakkrísegg

1. sæti - Sterkar Djúpuegg 
„Agjört dúndur. Sterkur piparkeimur.“
„Súpergott og frumlegt.“
„Bragðmikið. Sterkara bragð en af hinum lakkríseggjunum.“
„Kemur skemmtilega á óvart með góðu piparlakkrísbragði.“
„Tímamótaegg!“
Meðaltal= 4,5


2. sæti - 
Appolloegg með fylltum lakkrís
„Minnir á Þrist – sem er snilld.“
„Marsípanið er gott án þess að vera of sætt.“
„Bragðgott.“
„Mjög gott og kósý bragð af fylltu lakkrísreimunum.“
„Ég bjóst aldrei við að nokkurt egg gæti gælt jafnnotalega við bragðlaukana.“
Meðaltal= 4,3


3.sæti - Appolloegg með piparfylltum lakkrís 
„Mjög góður piparkeimur en súkkulaðið mætti vera betra.“
„Hittir í mark.“
„Full væmið. Mætti vera meira lakkrísbragð.“
„VEISLA!“
„Framúrskarandi egg fyrir allan aldur.“
Meðaltal= 4,2

4. sæti - Appolloegg með lakkrís
„Ég er mjög hrifin af þessu. Nokkuð stórir lakkrísbitar en góðir.“
„Góður lakkrís en súkkulaðið of sætt.“
„Rjómakennt og gott lakkrísbragð.“
„Gott gott. Sæmilega þykkir mjúkir lakkrísbitar.“
„Hreinn unaður í eggi!“
Meðaltal= 3,9


5. sæti - Nóasúkkulaðiegg með lakkrísbitum 
„Þetta heillar mig ekki nægilega. Súkkulaðið er of bragðlítið?“
„Mjög gott. Lakkrísinn setur punktinn yfir i-ið.“
„Fínasta egg.“
„Ekki nægilega mikið bragð.“
„Vonbrigði. Erfitt að klúðra lakkrís og súkkulaði en það tókst.“
Meðaltal= 2,8


6. sæti - Draumaegg 
„Fínt. Ekkert meira en það.“
„Ekki nógu gott súkkulaði.“
„Ekki nógu spennandi.“
„Hæfilega þykkt og bragðgott.“
„Ekkert að frétta!“
Meðaltal= 2,5

Vinningshafinn í ár er Sterkar Djúpueggið.
Vinningshafinn í ár er Sterkar Djúpueggið. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Hefðbundin rjómasúkkulaðiegg

1. sæti - Rjómasúkkulaðiegg frá Góu.
„Bragðgott.“
„Örlítið og sætt en mjög gott.“
„Sætt, rjómakennt með vott af vanillu og karamellu.“
„Góður endir!“
„Þetta er BARA páskaegg. Öruggt og yndislegt.“
Meðaltal= 3,3

2. sæti - Rjómasúkkulaðiegg frá Nóa 
„Ekkert spennandi.“
„Klassískt, einfalt og gott.“
„Ekki gott súkkulaðibragð.“
„Gerir ekki neitt fyrir mig.“
„Ekkert að frétta – gott fyrir gamalt fólk kannski.“
Meðaltal= 2,1

Það er mikilvægt að drekka mjólk á milli þess sem …
Það er mikilvægt að drekka mjólk á milli þess sem nýjar tegundir eru smakkaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sælgætisegg


1. sæti - Saltkaramelluegg frá Nóa
Þetta er alvöru flippegg. Klárlega Emmsjé Gauti páskaeggjanna.
„Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hvað er þetta?“
„Fullkomið! Salt, sætt og djúsí!“
„Ofursætt með pínu salt og karamellu.“
„Rosa gott – ég fæ vatn í munninn!“
Meðaltal= 3,9

2. sæti - Hraunegg 
„Gott og mátulega stökk.“
„Rísbragðið klikkar ekki.“
„Gott en aðeins of mikið.“
„Létt og bragðgott og ekki of sætt.“
„Pínu væmið en skemmtilega stökkt.“
Meðaltal =3,7

3. sæti - Rísegg með saltkaramellubragði 
„Ágætt bragð en ég hef smakkað betri.“
„Spennandi bragð, salt og sætt.“
„Of sætt og væmið en gott eftirbragð.“
„Kom á óvart og framkallaði óvænt bragðhrif.“
„Bragðgott og stökkt.“
Meðaltal= 3,4

4. sæti - Ævintýraegg 
„Ágætt. Finn ekki þessa unaðstilfinningu samt?“
„Of væmið.“
„Mjög gott egg.“
„Gott og góð áferð.“
„Fullkomið egg fyrir börn. Krúttlegt á bragðið!“
Meðaltal= 2,8

5. sæti - Nóakroppegg
„Mætti vera meira bragð.“
„Frekar basic en massíft.“ 
„Of væmið og ekkert sérstakt.“
„Lítið bragð.“
„Klassískt og öruggt egg. Ekta guggu-egg sem hentar vel fyrir 30+.“
Meðaltal= 2,6

6. sæti - Hrísegg
„Nær ekki að heilla mig.“
„Ekkert spes.“
„Frábært!“
„Gott en ekkert spennandi. Mjög venjulegt.“
„Tilbreytingarlaust egg sem veldur vonbrigðum.“
Meðaltal= 2,4


7. sæti - Marsípanegg
„Súkkulaðið er bragðgott en ég finn lítið bragð af sérstöku nammi.“
„Óspennandi og bara blee.“
„Ágætt. Mjög plein.“
„Frekar flatt.“
„Frekar venjulegt sem er í raun vítavert klúður.“
Meðaltal= 2,1

Appollolakkríseggin slógu í gegn hjá smökkurum Matarvefjar mbl.is.
Appollolakkríseggin slógu í gegn hjá smökkurum Matarvefjar mbl.is.

 

Dökk súkkulaðiegg

1. sæti - dökktsúkkulaðiegg frá Freyju
„Í ætt við suðusúkkulaði.“
„Ásættanlegt miðað við að þetta sé dökkt.“
„Klassískt en ekki frumlegt.“
„Gott en kannski heldur sætt.“
„Hvorki né. Er þessu ætlað að friða samviskuna?“
Meðaltal= 3

2. sæti - dökkt súkkulaðiegg frá Nóa
Nokkuð gott en ég gæti ekki borðað heilt svona egg.“
„Ekki gott.“
„Eitthvað bragðlaust, líklega of sætt.“
„Mjög gott. Ég held ég gæti borðað heilt egg án þess að fá í magann.“
„Nokkuð gott. Framkallar góðar minningar.“
Meðaltal= 2,8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert