Hresstu upp á morgunverðinn

Einfalt er að gera múffurnar og í hverja múffu fer …
Einfalt er að gera múffurnar og í hverja múffu fer ein sneið af prosciutto-skinku og eitt egg. Ljósmynd / Runners World

Þar sem páskahelgin er fram undan er ekki úr vegi að tríta sig smá í morgunsárið með þessum girnilegu eggjabökum sem eru umvafðar prosciutto-skinku. Þær eru merkilega einfaldar í gerð og því ættu örgustu eldhúsfautar ekki að vera í vandræðum með þessa dásemd.

Hressandi morgunverðarmúffur
  • 2 sneiðar af prosciutto
  • Rauð paprika, skorin í strimla og snöggsteikt á pönnu
  • Klettasalat
  • 2 egg
  • ferskt timjan
  • svartur pipar

Aðferð

Fóðrið tvö múffuform fallega með einni sneið af prosciutto-skinku í hvoru. Látið skinkuna ná 1/2 sentimetra upp úr forminu og þekja vel botninn (þetta fer auðvitað allt saman eftir stærð sneiðarinnar en best er þegar næst að þekja botninn vel og það stendur smá skinka upp úr forminu sem myndar fallega brún).

Setjið steiktu paprikuna ofan í bæði formin ásamt klettasalatinu. Brjótið svo egg ofan í hvort form fyrir sig og kryddið með fersku timjani og svörtum pipar. Bakið við 190 gráður í 15 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert