Próteinríkur morgunverður sem endist

Vefjurnar eru meinhollar, próteinríkar og endast því vel og koma …
Vefjurnar eru meinhollar, próteinríkar og endast því vel og koma í veg fyrir að seddan sæki að stuttu eftir morgunverð. mbl.is/gottimatinn.is

Helena Gunnarsdóttir, matarbloggari á Gottimatinn.is, deildi þessum girnilegu og sumarlegu vefjum sem hún segir alltaf jafnvinsælar og ekki síðri kaldar daginn eftir og henti því vel sem nesti. Vefjurnar eru meinhollar, próteinríkar og endast því vel og koma í veg fyrir að seddan sæki að stuttu eftir morgunverð.

4 egg

4 msk. rjómi

Salt og pipar

2 tómatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita

2-3 vorlaukar, smátt saxaðir

1 msk. smjör

1 dl rifinn mozzarella-ostur

Heilhveitivefjur, salsasósa, sýrður rjómi og grænt salat

Aðferð: Pískið eggin, með mjólk, salti og pipar eftir smekk og bætið grænmetinu saman við. Bræðið smjör á pönnu við vægan eða meðalhita og hellið eggjahrærunni út á.

Steikið eggin þar til þau eru næstum elduð í gegn. Bætið þá ostinum út á pönnuna og hrærið saman þar til osturinn er bráðnaður og eggin elduð. Takið af hitanum. Galdurinn við góð hrærð egg er að elda þau hægt og rólega við vægan hita.

Leggið salatblað á heilveitivefju, smyrjið dálitlum sýrðum rjóma og salsasósu ofan á og setjið svo helminginn af eggjahrærunni innan í. Vefjið þétt upp og skerið í tvennt eða borðið í heilu lagi. 

mbl.is/gottimatinn.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert