Syndsamlega góð saltkarmelusósa

Ljósmynd/Jennifer Berg

Það er fátt sem hefur slegið jafnrækilega í gegn og saltkarmellan góða og skyldi engan undra. En hvernig ætli sé best að gera saltkarmelu sjálfur – og þá eigum við ekki við bara venjulega saltkarmellu heldur alvöru löðrandi, hnausþykka og girnilega saltkarmellu sem ærir bragðlaukana og fær fólk til að gráta af gleði.

Það eru fáir betur til þess fallnir að svara því en Jennifer Berg sem hefur fyrir löngu sannað sig sem einn öflugasti matarbloggari landsins og þótt víðar væri leitað.

Fyr­ir þá sem vilja lesa meira af snilld­ar­upp­skrift­um Jenni­fer er hægt að fylgj­ast með henni inni á Trend­net og á Jen´s Delicious Life.

Syndsamlega góð saltkarmellusósa

  • 2,5 dl sykur
  • 1,3 dl vatn
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1 msk. smjör

Aðferð

  1. Hitaðu sykurinn og vatnið í pönnu og láttu suðuna koma upp. Leyfðu blöndunni að taka á sig ljósbrúnan lit og alls ekki hræra. Þetta tekur um það bil 8 mínútur. Snúðu pönnunni reglulega til að tryggja að blandan verði jafn brún alls staðar.
  2. Taktu af pönnunni og helltu rjómanum hægt og rólega saman við. Hrærðu stöðugt í blöndunni. Bættu vanilludropunum og saltinu saman við og loks smjörinu. Hrærðu stöðugt í.
  3. Settu blönduna í hitaþolna krukku og leyfðu henni að kólna áður en þú notar hana.
  4. Karmellusósan þykknar er hún kólnar.
Ljósmynd/Jennifer Berg
Ljósmynd/Jennifer Berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert