Hinn fullkomni eftirréttur á grillið

Girnilegt og merkilega auðvelt.
Girnilegt og merkilega auðvelt. Ljósmynd/The Girl Who Ate Everything

Það er engum blöðum um það að fletta að í dag er hinn fullkomni dagur til þess að draga fram grillið og kynda vel í því. Það er margt sem kemur til greina til að grilla en það sem er einna helst viðeigandi á degi sem þessum er að sjálfsögðu hinn fullkomni grill-eftirréttur.

Hann er merkilega einfaldur og í raun getur hver sem er gert sína útgáfu. Það eina sem þarf eru vöffluform (fyrir ís), sykurpúðar, súkkulaði, bananar, jarðarber, kex og allt annað góðgæti sem ykkur dettur í hug. Sykurpúðarnir tryggja útilegustemninguna og súkkulaðið gerir sitt en að öðru leyti má þessi dásemd algjörlega vera eftir ykkar höfði.

Svo þarf bara að vefja formið inn í álpappír og skella á grillið. Passið ykkur bara á því að bráðnir sykurpúðar geta brennt tunguna.

Ljósmynd/The Girl Who Ate Everything
Ljósmynd/The Girl Who Ate Everything
Ljósmynd/The Girl Who Ate Everything
Ljósmynd/The Girl Who Ate Everything
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert