Þetta borða stjörnurnar

Karl Lagerfeld.
Karl Lagerfeld. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair

Stjörnurnar eru þekktar fyrir dyntótt mataræði og sumt þykir glórulausara en annað. Hér fáum við einstaka innsýn í mataræði nokkurra stjarna og hvað þær borða. Listinn er meira en lítið áhugaverður svo að ekki sé meira sagt.

KARL LAGERFELD

Á síðari hluta 10 áratugarins grenntist Chanel og Fendi hönnuðurinn, Karl Lagerfeld, um rúmlega 40 kíló. Aðferðin sem hann beitti var vægast sagt tímamótakennd en hann borðaði fremur lítinn mat og drakk allt að því tíu dósir af diet Coke á dag. Seinna gaf hann út bók ásamt lækninum sínum, Dr. Jean-Claude Houdret, sem kallast einfaldlega The Karl Lagerfeld Diet.

 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair


KIM KARDASHIAN WEST

Í viðtalið við tímaritið People í júní 2016 sagði Kim Kardashian að hún ætti lögulegan vöxt sinn Atkins 40 mataræðinu en hún hefði verið á því síðan hún eignaðist seinna barn sitt.

Dwayne Johnson.
Dwayne Johnson. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair


DWAYNE “THE ROCK” JOHNSON

Leikarinn og fyrrum glímukappinn Dwayne Johnson er öllu vanur þegar kemur að mataræði og vanur að beita sjálfan sig heraga. Hann greindi frá því í viðtali við Muscle & Fitness að hann borðaði yfir fjögur kíló af mat á dag í ekki færri máltíðum en sjö og hans helsta próteinuppspretta væri þorskur.

Gwyneth Palthrow.
Gwyneth Palthrow. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair

GWYNETH PALTROW

Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Palthrow hefur gefið út nokkrar bækur en bókin hennar It´s All Good fjallar sérstaklega um mat fyrir þá sem eru með óþol fyrir mjólkurvörum, kjöti og glúteni.

Jacky Kennedy.
Jacky Kennedy. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair

JACKIE KENNEDY

Forsetafrúin var með mjög svo alþjóðlegan matarsmekk en að sögn heimilda borðaði hún einungis eina máltíð á dag sem samanstóð af bakaðri kartöflu, fylltri með Beluga kavíar og sýrðum rjóma.

Tom Brady og Gisele Bundchen.
Tom Brady og Gisele Bundchen. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair

TOM BRADY AND GISELE BÜNDCHEN

Við höfum fengið margar fregnir af matarræði Gisele Bundchen og Tom Brady en ein af aðalreglunum þau fylgja (fyrir utan að borða alls ekki tómata) er 80/20 mataræðið.

Tom Brady og Gisele Bundchen.
Tom Brady og Gisele Bundchen. Ljósmynd/Justin Bishop-Vanity Fair
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert