Ricky Gervais borðaði tvisvar á Messanum

Gervais splæsti í laxaborgarann tvisvar sinnum á meðan á dvöl …
Gervais splæsti í laxaborgarann tvisvar sinnum á meðan á dvöl hans stóð. Borgarinn kostar á kvöldseðlinum 2850 krónur svo grínarinn hefur gert góð kaup. mbl.is/Messinn

Hin heimsþekkti grínisti Ricky Gervais borðaði sama réttinn tvö kvöld í Reykjavík, svo hrifinn var hann af laxaborgaranum á Messanum. Gervais var staddur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni Jane. Gervais troðfyllti Hörpu tvisvar en hann er einn frægasti uppistandari í heimi.

Skötuhjúin borðuðu fyrsta kvöld sitt hérlendis á fiskistaðnum Messanum í Lækjargötu. Gervais borðar ekki kjöt eins og frægt er en hann gerði mikið grín að því í uppistandi sínu að Íslendingar vildu gefa honum kjúkling þegar hann sagðist ekki borða kjöt. 

Á Messanum pöntuðu hjúin sér bæði salat í forrétt, laxaborgara í aðalrétt og skyrmousse í eftirrétt. Hafði grínistinn orð á því við viðstadda að hann hefði aldrei bragðað eins góðan fisk. Laxaborgarinn inniheldur íslenskan lax, salat, gúrku, tómata, camembert, maísbaunir, sýrðan rjóma, steiktan lauk og sinnepssósu. Herlegheitin eru svo borin fram með kartöflubátum og chilí-mæjónesi.

Rétt áður en Gervais og frú flugu af landi brott í einkaþotu grínistans eftir mjög vel lukkað uppistand í Hörpu stóðust þau ekki mátið og mættu aftur. Gervais fékk sér aftur laxaborgara en Jane fékk sér kola og kvöddu þau því landið södd og sæl.

Ricky Gervais fór á kostum í Eldborg. Forsetinn og allir …
Ricky Gervais fór á kostum í Eldborg. Forsetinn og allir helstu grínarar landsins emjuðu af hlátri. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skyrmousse eftirrétturinn rann vel ofan í frægasta grínista heims. Skyrmousse-ið …
Skyrmousse eftirrétturinn rann vel ofan í frægasta grínista heims. Skyrmousse-ið er með hvítu súkkulaði, ristuðum möndlum, bláberjasósu og þeyttum rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert