Eru plastagnir í saltinu þínu?

Ljósmynd/Maldon

Ný rannsókn staðfestir að plastmengun einskorðast ekki bara við lífríki sjávar heldur einnig salt sem unnið er úr sjónum. Í rannsókninni voru 16 tegundir sjávarsalts kannaðar frá átta löndum og niðurstöðurnar voru sláandi.

Þegar búið var að leysa saltið upp mátti greina 72 tegundir agna í lausnunum. Þar af voru 30 sem voru staðfestar sem plast, 17 sem litarefni sem áður voru í plasti og fjórar agnir reyndust ryk. Ekki tókst að bera kennsl á 21 ögn. Rannsóknin sýndi jafnframt að allar agnirnar komu úr sjónum en blönduðust saltinu ekki í framleiðsluferlinu.

Salttegundirnar komu frá Ástralíu, Frakklandi, Íran, Japan, Malasíu, Nýja-Sjálandi, Portúgal og Suður-Afríku. Einungis saltið frá Frakklandi reyndist laust við alla plastmengun.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar HÉR.

Ljósmynd/Maldon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert