Fimm daga beikonfyllerí

Ljósmynd/CampBacon

Fyrir alla alvörubeikonunnendur hljómar þessi frétt eins og fimm daga ferð til himnaríkis. Fyrir alla hina gæti þetta verið of mikið en í næstu viku, nánar tiltekið 31. maí, hefst fimm daga beikonhátíð í Ann Arbor í Michigan-ríki í Bandaríkjunum.

Hátíðin samanstendur af beikonunnendum, beikongerðarfólki, beikonfræðingum og flestöllum þeim sem tengjast framleiðslu eða neyslu beikons í hvaða mynd sem er.

Fyrir áhugafólk um beikon er þetta sannkallað mekka og á hátíðinni eru fjölmargir viðburðir sem ættu að gleðja flesta (sem elska beikon).

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar má nálgast upplýsingar hér.

Boðið er upp á beikon af öllum stærðum og gerðum.
Boðið er upp á beikon af öllum stærðum og gerðum. Ljósmynd/CampBacon
Beikonsérfræðingar kenna réttu handtökin.
Beikonsérfræðingar kenna réttu handtökin. Ljósmynd/CampBacon
Glaðbeittur beikonunnandi.
Glaðbeittur beikonunnandi. Ljósmynd/CampBacon
Beikonhlaðborð.
Beikonhlaðborð. Ljósmynd/CampBacon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert