Brokkólíbaka sem bræðir bragðlaukana

Hinn fullkomni diskur í öll mál.
Hinn fullkomni diskur í öll mál. Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Bökur eru eftirlæti margra enda sérlega bragðgóðar og léttar í maga. Þessi uppskrift er sérlega holl og fáránlega góð svo ekki sé meira sagt. Það er eitthvað sérlega sumarlegt við góða böku og því finnst okkur kjörið að deila þessari uppskrift með ykkur núna þegar sumar er í lofti og allt að springa út.
Girnileg er hún.
Girnileg er hún. Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Brokkólíbaka sem bræðir bragðlaukana
  • 2 msk. ósaltað smör
  • 2 laukar, saxaðir
  • 300 gr. af brokkólí, skorið í smáa bita (sjá myndir)
  • 1 tsk. salt
  • 6 egg
  • 400 ml rjómi
  • Múskat á hnífsoddi
  • Cayenne-pipar á hnífsoddi
  • 200 gr. rifinn ostur
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið ofngrindina í miðjan ofninn. Smyrjið 20 sm breiðan bökudisk (eða eldfast mót) með smjöri.
  2. Bræðið smjörið á stórri pönnu á miðlungs hita. Bætið við lauknum og steikið hann. Hrærið reglulega í þar til laukurinn er orðinn mjukur og gagnsær, eða í um fjórar mínútur. Passið ykkur að brúna laukinn ekki. Bætið því næst brokkólí við, 1/4 tsk. af salti og 100 ml af vatni. Hækkið hitann örlítið og eldið þar til brokkólíið er orðið al dente og vatnið hefur gufað upp.
  3. Í stórri skál skal píska eggjunum saman við rjómann, múskatið og afganginn af saltinu, auk cayenne-piparsins.
  4. Setjið brokkólíið og laukinn á botninn á disknum/eldfasta mótinu. Sáldrið ostinum yfir og hellið því næst eggjablöndunni yfir ostinn.
  5. Bakið í klukkutíma eða þar til eggjablandan er elduð og yfirborðið er orðið gullinbrúnt. Látið standa í tíu mínútur áður en þið berið fram.
Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Steikið brokkólíið þar til það er „al dente“.
Steikið brokkólíið þar til það er „al dente“. Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Osturinn er settur yfir brokkólíið og laukinn.
Osturinn er settur yfir brokkólíið og laukinn. Ljósmynd/OnceUponAChef.com
Tilbúin fyrir ofninn.
Tilbúin fyrir ofninn. Ljósmynd/OnceUponAChef.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert