Fyrum poppstjarna tekur upp Víkinga-matreiðsluþátt

Alda og móðir þeirra systra undirbúa smurbrauð.
Alda og móðir þeirra systra undirbúa smurbrauð.

Fyrrum ofurpoppstjarnan Alda Björk Ólafsdóttir og systir hennar Sigrún Björk eru sannir víkingar inn að beini en þær búa báðar ásamt móður sinni í Bretlandi. Alda gerði garðinn frægan á níunda áratugnum en með laginu Real Good Time sem náði í sjöunda sæti á breska smáskífulistanum árið 1998 og barðist þar um sæti á móti Madonnu og fór upp fyrir Spice Girls. 

Nú er það þó ekki tónlistin sem fangar athygli heldur eldamennskan! Systrunum er margt til lista lagt en það nýjasta úr þeirra smiðju er víkingamatreiðsluþáttur þar sem Alda eldar mat, Sigrún hannar klæðnaðinn og mamma þeirra kemur reglulega við sögu meðal annars með því að liggja á eldhúsglugganum. 

Viđ erum ađ taka upp youtube-þætti sem eru kenndir viđ Viking Kitchen. Allt réttir sem koma frá Norđurlöndunum. Svo blöndum viđ allskonar þekkingu inn sem snýr ađ hinu og þessu. Við erum að elda allt frá sviðum til smurbrauđs en smurbrauđsdaman mamma lærđi hjá Bjarna í Brauðbæ,“ segir Sigrún. „Alda systir og mamma standa ađ þessu og ég sé um alla hönnun Í kringum þetta. Þađ eru svo tveir myndatökumenn sem sjá um framleiðsluna og Alda semur einnig tónlistina,“ segir Sigrún en 4 þættir eru nú þegar komnir á Youtube. Sjá má fyrsta þáttinn hér að neðan auk lagsins sem Aldra tryllti breska tónlistarheiminn með á árum áður.






Smurbrauðsgerð lærði móðir systranna í Brauðbæ.
Smurbrauðsgerð lærði móðir systranna í Brauðbæ.
Allt á fullu! Persónuleiki þeirra mæðgna skín í gegn í …
Allt á fullu! Persónuleiki þeirra mæðgna skín í gegn í þáttunum sem eru mjög óheflaðir og hressandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert