Bakað fyllt brauð á grillinu

Grillbrauðið rann ljúflega ofan í veislugesti.
Grillbrauðið rann ljúflega ofan í veislugesti. mbl.is/TM

Fyllt brauð með osti, pestó og ferskri basiliku er frábær hugmynd! Brauðið er bakað á grillinu svo það fær virkilega gott grillbragð og þú getur setið úti í sólinni í stað þess að húka inni og horfa á ofninn. Því það gerir maður alltaf þegar maður bakar brauð. Eða alla vega sumir. Okei kannski enginn. Það er samt skemmtilegra að grilla það! 

Fyllingin fer í miðju brauðsins. Ég var kökukeflislaus svo ég …
Fyllingin fer í miðju brauðsins. Ég var kökukeflislaus svo ég flatti brauðið nokkuð illa út með höndunum en vitaskuld hefði ég átt að nota rauðvínsflösku. mbl.is/TM

Deig:
500 g heilhveiti
1/2 pakki ger
1 msk. salt
1 msk. pizzakrydd
400 ml volgt vatn

Fylling:
1 krukka gott pestó 
Góður ostur t.d. Búri
Fersk basilíka 

Hrærið öllum hráefnunum saman með sleif og leggið svo viskustykki yfir og látið hefast í 2 klst.
Fletjið deigið út og setjið fyllingu í miðjuna. Lokið brauðinu vel og penslið með olíu.
Einnig má skipta því í minni bita og gera smábrauð og jafnvel stinga þeim á grillpinna. 

Grillið brauðið á miðlungshita uns bakað í gegn. Ég slekk stundum á grillinu og leyfi brauðinu að hangsa á meðan ég útbý aðalrétt og býð upp á brauðið í forrétt eða með matnum.

mbl.is/TM
Einnig má gera nokkur minni brauð sem tekur styttri tíma …
Einnig má gera nokkur minni brauð sem tekur styttri tíma að grilla. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert