Fyrsti flamigóinn fundinn

Fyrsti flamingóinn er fundinn.
Fyrsti flamingóinn er fundinn. Árni Sæberg

Mikil gleði braust út á skemmtistaðnum Pablo Discobar eftir að fyrsti flamingóinn snéri heim. Fuglinn fannst eftir að nafnlaus ábending barst um að hann hafði sést í gluggakistu á Laufásveginum. Haft var upp á nýja eiganda fuglsins sem skilaði honum í morgun á skrifstofu lögfræðings og var honum komið á gamla heimili sitt upp úr hádegi í dag.

Fuglinn, sem heitir því virðulega nafni Fidel, er að sögn Gunnsteins Helga Maríussonar að jafna sig eftir ævintýrið en honum til heiðurs verður blásið til veislu á Pablo Discobar í kvöld. Dj Seth Sharp mun leika fyrir dansi.

Í yfirlýsingu frá eigendum Pablo Discobars var þakkað fyrir veitta aðstoð og fær nafnlausi heimildamaðurinn vegleg verðlaun.

Enn eru tveir fuglar í óskilum og verður leitinni haldið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert