Líkist stóru heimili, bara með betra kaffi!

Norea Wallström og Giancarlo Garza sjá um að töfram fram …
Norea Wallström og Giancarlo Garza sjá um að töfram fram ljuffenga rétti en grænmeti er þar í aðalhlutverki. Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er notalegt inni í grunnbúðum Miðgarðs á Hvolsvelli, eða Midgard Base Camp, eins og eigendur kalla staðinn á ensku. Innanstokksmunir eru smart, litríkir og þægilegir enda er ætlunin að hótelið líkist stóru heimili, bara með betra kaffi!

Nýlega var opnaður þar veitingastaður fyrir gesti og gangandi og er hann kærkomin viðbót í matarmenninguna við þjóðveginn, sem oft hefur verið heldur einsleit og einskorðast við sjoppuna.

„Við fórum af stað í upphafi í því augnamiði að bæta við vegasjoppuflóruna. Upprunalega hugmyndin, sem við höfum ekki vikið frá, er að vera með allt unnið frá grunni, ferskt hráefni og bragðgóðan mat,“ segir Björg Árnadóttir, einn eigenda Miðgarðs.

Grænmeti í grunninn

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11-21, en morgunmatur er að sjálfsögðu borinn fram fyrir Base Camp-gesti og nestispakkar útbúnir fyrir ferðir. Bæði íslenskir og erlendir gestir sækja veitingastaðinn nýja og virðast þeir ánægðir með matinn. Blaðamaður fékk að bragða á fjórum réttum sem voru hver öðrum betri.

„Við viljum elda nútímalegan og hollan mat sem er samt með íslensk sérkenni. Það er mikið grænmeti í grunninn því við viljum kynna fyrir fólki spennandi grænmetisrétti, en kjötið og fiskurinn er viðbót,“ útskýra kokkarnir Giancarlo Garza og Norea Wallström. Þriðji kokkurinn, Karl Petersson, var vant við látinn.

Lífleg menningarkvöld

Íslendingar á Hvolsvelli og nágrenni eru ánægðir með þessa viðbót í matar- og menningarlíf staðarins og eru duglegir að sækja viðburði sem þarna eru haldnir, eins og tónleika, spilakvöld og bíókvöld. „Það var eiginlega enginn staður hér fyrir fólkið að hittast á, og gott að hér skuli vera kominn samkomustaður. Við viljum sýna bæði ferðamönnum og Íslendingum að hér sé margt að gerast,“ segir Norea.

Rauð paprikusúpa að hætti Midgard.
Rauð paprikusúpa að hætti Midgard. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert